Ég sé með teikningu

5. KAFLI | ÍMYNDUN 135 SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Komu myndir upp í hugann þegar þið horfðuð á blettina og formin sem mynd- uðust eða á ljósmyndirnar? Komu myndir strax upp í hugann eða eftir einhvern tíma? Komu nýjar myndir upp í hugann á meðan þið voruð að teikna? • Er hægt að búa til grunn á fleiri vegu eða nýta fleiri grunna? Hvaða? • Getið þið nefnt dæmi um hlutbundnar myndir sem þið hafið séð út úr óhlutbundnum í umhverfi ykkar? Hvar og hvenær? • Hvar gætu kveikjur að hugmyndum fyrir teikningu leynst? Hvernig væri hægt að nýta þær? ÓVÆNT SJÓNARHORN STUTT LÝSING Nemendur teikna eftir fyrirmynd frá mörgum ólíkum og/eða óvæntum sjónarhornum. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA Mynd 5.2.3 Hugmyndir fyrir myndhvörf: ský, trjábörkur, rið og vatnspollur á borði. VERK EFNI 5 3 ALDURSSTIG: Mið- og unglingsstig • leikni nemenda í að byggja eigin list- sköpun á hugmyndavinnu tengdri eigin ímyndun og rannsóknum,auka leikni nemenda í að skoða fyrirmyndir frá óvæntum sjónarhornum • leikni nemenda í að teikna út frá kveikju, gera tilraunir og koma fram með frum- legar lausnir • leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast aðferðum verkefnis- ins og leikni í að nota þau í samræðum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=