Ég sé með teikningu

134 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 EFNI OG ÁHOLD • Kaffi, kók eða blek. • Filtpennar, blýantar eða trélitir. • Hvítur eða ljós pappír af stærð- inni A3 og þyngdinni 200 gr. VERKEFNIÐ • Nemendur sulla, skvetta, sletta eða stimpla kaffi, kóki eða þynntu bleki á pappír og láta það þorna.Nemendur horfa vel á bletti og form sem hafa myndast á pappírnum og leyfa því að kveikja ímyndir í huga sér. Þeir leita eftir vísbendingum um samlík- ingu við eitthvað hlutbundið, náttúrulegt eða manngert. • Nemendur draga ímyndirnar fram með því að teikna ofan í blettina og formin og gera þær sýnilegar öðrum. Þeir geta dregið fáar línur til þess rétt að gefa til kynna það sem þeir sjá í huga sér eða teiknað nákvæmar og jafnvel haldið áfram þar til hættir að sjást í grunninn. • Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman. • Nemendur geta prófað að nota teikniflöt sem er þegar blettóttur svo sem servíettur eða borðdúk. Mynd 5.2.2 Teiknað með blýanti og trélitum með ljósmynd af skýi sem kveikju. • Nemendur geta prófað að nota ljósmyndir af skýjum, trjáberki, mosa, snjó, pollum, sprungum í gangstéttarhellum eða flagnaðri málningu sem þeir finna á neti eða taka sjálfir. Þeir geta teiknað ofan í myndirnar eða á annan myndflöt. Hér eru dæmi um myndir sem mætti nota: LEITARORÐ Coffee stain drawings | Victor Hugo ink Mynd 5.2.1 Sullað á pappír með kaffi, teiknað ofan í með penna og blýanti. ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=