Ég sé með teikningu

130 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 DÚTL OG NOSTUR STUTT LÝSING Nemendur nota ímyndunaraflið og teikna án undirbúnings, án fyrirmyndar og án fyrir fram gefinnar niðurstöðu. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA VERK EFNI 5 1 Ímynd : Mynd í huga manns. Hugmynd : Það sem menn gera sér í hugarlund. Ímyndunarafl : Hið „innra auga“ sem virkar í undirmeðvitund okkar. Með ímyndunaraflinu getum við leikið okkur með það sem við vitum og höfum reynslu af í huganum, búið til úr því eitthvað nýtt eða séð fyrir okkur hugmyndir og mögu- legar leiðir til lausna á verkefnum eða vandamálum. Við getum prófað hugmyndir með ímyndunaraflinu án þess að það hafi raunverulegar afleiðingar. Teikning : Sjónræn hugsun eða hreyfing gerð sýnileg. Dútl og nostur : Í þessu samhengi merkir það að dunda við að rissa, krassa, krota og skreyta áreynslulaust og næstum ósjálfrátt eða ómeðvitað. Hlutbundið : Það sem líkist raun- verulegum hlut, fígúratíft. Óhlutbundið : Ekki líkt hlut, abstrakt. Sjónarhorn : Sú afstaða sem fyrir- mynd er skoðuð út frá. Tjáning : Að segja eitthvað, tjá sig. Frumlegt : Eitthvað nýtt sem hefur ekki verið gert áður og/eða gefur nýja sýn, ekki eftirherma. Merking : Það sem eitthvað merkir eða þýðir, inntak. Sköpun : Hugmynd eða gjörð sem er frumleg og hefur gildi. MEGINHUGTOK KAFLANS ALDURSSTIG: Öll • leikni nemenda í að byggja eigin list- sköpun á hugmyndavinnu tengdri eigin ímyndun • leikni nemenda í að teikna ósjálfrátt, ómeðvitað og áreynslulaust, án fyrir- myndar og án þess að ákveða fyrir fram hver niðurstaðan á að vera • þekkingu og skilning nemenda á nokkrum verkum myndlistarmanna og aðferðum sem þeir hafa beitt • leikni nemenda í að teikna út frá kveikju, gera tilraunir og koma fram með frum- legar lausnir ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=