Ég sé með teikningu

1. KAFLI | SKYNJUN 13 TÁKNMYND – HVAÐ ER ÞAÐ? Þegar við teiknum epli án þess að hafa fyrirmynd þurfum við að styðjast við táknmynd- ina af epli sem býr í huga okkar. Táknmyndin byggir á því sem við vissum fyrir um epli og er svipuð í huga flestra. Þess vegna verða teikningarnar svo líkar hver annarri. Táknmyndir segja ekki endilega allan sannleikann um útlit þess sem þær standa fyrir. Í raun og veru snúa epli ekki alltaf eins og við sjáum afar sjaldan laufblöð á þeim. Þau geta verið mismunandi í laginu, í bitum eða skemmd og með margskonar skuggaspil. Táknmyndin af epli býr yfir afar takmörkuðum upplýsingum um þá margbreytilegu sjónrænu eiginleika sem epli geta búið yfir. Ámynd 1.1.1 eru nokkrar táknmyndir. Hvaða hugsanir fara af stað þegar þið sjáið þær? Hvað segja myndirnar ykkur? Hvað standa þær fyrir? Hvað merkir orðið táknmynd (e. symbol, icon)? Hversu mikið segir táknmyndin okkur um það sem hún stendur fyrir? Mynd 1.1.1 Mismunandi táknmyndir. Ef við viljum teikna sannfærandi eftirmynd af fyrirmynd er mikilvægt að rannsaka raunverulegar fyrirmyndir með eigin augum. Þannig getum við aflað okkur nákvæmra upplýsinga um sjónræna eiginleika þeirra. Við getum skoðað þær frá ýmsum sjónar- hornum, rannsakað stærð, lögun, áferð, ljós og skugga og jafnvel uppgötvað eitthvað nýtt um þær. EFNI OG ÁHOLD • Blýantar. • Pappír að vild. LEITARORÐ: icon popular symbols Best er að byrja á verkefninu og fara síðan í kveikjuna. KVEIKJA ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=