Ég sé með teikningu

ÍMYNDUN STUTT LÝSING Á VIÐFANGSEFNI KAFLANS Í þessum kafla er áhersla lögð á að nemendur nýti það sem þeir sjá, þekkja og hafa reynslu af sem næringu fyrir ímyndunaraflið. Fái hugmyndir, þrói þær og komi frammeð frumlega sköpun. Þeir vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Nemendur skoða verk og vinnuaðferðir nokkurra myndlistarmanna og nýta sem kveikju ásamt fleiru og gera síðan eigin tilraunir í efni. Þeir ígrunda verk sín og annarra í virku sam- tali við kennara og aðra nemendur og beita í því samtali hugtökum sem tengjast aðferðum kaflans. HÆFNIVIÐMIÐ Á bls. 164 má sjá hvaða hæfniviðmið heyra undir hvert og eitt verkefni. MARKMIÐ KAFLANS ERU AÐ AUKA KAFLI 5 • leikni nemenda í að nýta það sem þeir sjá, þekkja og hafa reynslu af sem nær- ingu fyrir ímyndunaraflið • leikni nemenda í að byggja teikningu á hugmyndavinnu tengdri rannsóknum, reynslu og ímyndum • leikni nemenda í að fá fram í hug- myndir, þróa þær, framkvæma og koma fram með frumlega sköpun • leikni nemenda í að vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra frá hugmynd að lokaverki • leikni nemenda í að teikna út frá kveikju og gera tilraunir • þekkingu og skilning nemenda á nokkrum teikningum myndlistarmanna og aðferðum sem þeir hafa beitt • leikni nemenda í að fjalla um eigin verk og annarra í virku samtali við aðra nemendur • leikni nemenda í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu af sanngirni og virðingu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast verkefnum kaflans og leikni í að nota þau í samræðum 5. KAFLI | ÍMYNDUN 129

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=