Ég sé með teikningu

128 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 • Útfærsla 1 : Nemendur geta prófað að horfa á húsið frá hærra eða lægra sjónarhorni, finna aftur sjónlínu og hvarfpunkta og teikna það aftur. • Útfærsla 2 : Nemendur geta prófað að teikna annað hús eða herbergi eða gatnamót með tveggja punkta fjarvídd. • Útfærsla 3 : Nemendur geta prófað að hanna og teikna eigin byggingu samkvæmt tveggja punkta fjarvídd án þess að hafa fyrirmynd. Þeir ákvarða sjónlínu og hvarf- punkta og teikna fyrst hornið sem næst er og svo veggi, dyr, glugga og nota reglu- stiku til að passa að allar línur sem fjarlægjast skerist í viðeigandi hvarfpunkti. Hvarfpunktarnir geta verið staðsettir á borði fyrir utan teikniflötinn ef þurfa þykir. • Útfærsla 4: Nemendur geta prófað að hanna sitt eigið veggjakrot og teiknað á veggi hússins, til dæmis út frá áhugamáli. Gott getur verið að skoða margskonar veggjakrot áður til dæmis heimildarmyndböndin Urban Nation @Iceland Airwaves og COMBO a collaborative animation by Blu and David . SAMRÆÐUSPURNINGAR • Var erfitt/auðvelt að teikna samkvæmt eins punkts fjarvídd? En tveggja punkta? Hvað hafið þið lært um eins og tveggja punkta fjarvídd? Hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Lýsa teikningarnar dýpt? Hvað gerir það að verkum? • Hefðuð þið getað teiknað ganginn eða húsið á sannfærandi hátt án þess að nota eins eða tveggja punkta fjarvídd? • Hvað hafið þið lært um veggjakrot? Hvernig gekk að koma fram með hug- myndir að eigin veggjakroti og teikna það á húsið? • Hvaða áhrif hefur veggjakrotið á teikningarnar af húsinu? • Hvenær er veggjakrot af hinu góða og hvenær ekki?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=