Ég sé með teikningu

4. KAFLI | DÝPT 127 • Útfærsla 2 : Nemendur geta prófað að teikna annað rými innan dyra eða utan dyra við enda götu með eins punkts fjarvídd. • Útfærsla 3 : Nemendur geta prófað að hanna og teikna eigið rými innan dyra eða utan dyra við enda götu samkvæmt eins punkts fjarvídd án þess að hafa fyrirmynd. Þeir ákvarða sjónlínu eða sjóndeildarhring og hvarfpunkt og teikna veggi, dyr, glugga, húsgögn, götu, hús, garða og fleira í samræmi við það, nota reglustiku til að passa að allar hallandi línur skerist í hvarfpunkti á sjóndeildarhring. VERKEFNIÐ, TVEGGJA PUNKTA FJARVÍDD • Nemendur standa framan við horn á húsi utan dyra. Þeir skoða halla línanna þar sem veggur og þak mætast báðu megin við hornið með því að halda priki í útréttri hönd, þvert á sjónlínu með annað augað lokað og leggja það meðfram línunni. • Nemendur skoða á sama hátt halla línanna þar sem veggur og jörð mætast og fleiri lína sem fjarlægjast en þeir vita að eru láréttar, s.s. fyrir ofan dyr eða glugga. Þeir skoða hverjar línanna halla niður á við, hverjar upp á við og hverjar eru láréttar áfram. • Nemendur finna sjónlínu, í augnhæð sinni og þær línur sem eru í sömu hæð, fjarlægjast en halla ekki. Þeir athuga að sjónlína getur verið ofan við húsið, neðan við það eða inni í því miðju, eftir því hvaðan þeir horfa. • Nemendur skoða allar láréttar línur sem virðast halla vinstra megin á húsinu, hverjar þeirra halla upp á við og hverjar niður á við og skoða hvoru megin við sjónlínu þær eru. Þeir framlengja þær í átt að sjónlínunni, finna hvar þær skerast og finna hvarf- punkt þeim megin. • Nemendur skoða hægri hlið hússins á sama hátt og finna hvarfpunktinn þeim megin. • Nemendur skoða með prikinu lóðréttar línur á húsinu sem eru alls staðar jafnlangt frá augum þeirra, fjarlægjast ekki og hallast því ekki rétt eins og línan á horninu sem þeir standa framan við.Nemendur halda áfram að rannsaka halla lína, sjónlínu og hvarfpunkta þar til skilningur fæst. • Nemendur teikna húsið laust og létt samkvæmt rannsóknum sínum og byrja á lóðréttri línu hornsins sem þeir standa framan við. Þeir leitast við að staðsetja sig langt frá húsinu og nota það stóran pappír að hvarfpunktarnir lendi inni á teikningunni. Ef þeir lenda fyrir utan má nota stærri pappír eða færa sig fjær fyrirmyndinni. • Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman. Mynd 4.8.6 Hús með veggjakroti hannað og teiknað með blýanti samkvæmt tveggja punkta fjarvídd.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=