Ég sé með teikningu

126 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 EFNI OG ÁHOLD • Fyrirmynd fyrir eins punkts fjarvídd er langur gangur eða stórt herbergi. • Fyrirmynd fyrir tveggja punkta fjarvídd, hús séð utan frá, frá horni. • Prik, um það bil 30 cm að lengd og 5 mm í þvermál. • Reglustika. • Blýantar. • Skissubók með gormum og harðri kápu eða pappír sem tyllt er á spjald af stærð- inni A4-A3 fyrir eins punkts fjarvídd og A3 fyrir tveggja punkta fjarvídd. VERKEFNIÐ, EINS PUNKTS FJARVÍDD • Nemendur standa eða sitja á stól og horfa inn eftir löngum gangi eða stóru herbergi. Þeir skoða halla línanna þar sem veggur og loft mætast með því að halda priki í útréttri hönd, þvert á sjónlínu með annað augað lokað og leggja það meðfram línunni, sjá Að meta halla , verkefni 1.9. Nemendur skoða á sama hátt halla línanna þar sem veggur og gólf mæt- ast og fleiri lína sem fjarlægjast en þeir vita að eru láréttar, ofan dyr eða glugga til dæmis. • Nemendur skoða með prikinu lóðréttar línur á ganginum sem eru alls staðar jafnlangt frá augum þeirra, fjarlægjast ekki og hallast því ekki. • Nemendur finna sjónlínu í augnhæð sinni og þær línur sem fjarlægjast en halla ekki sem eru í sömu hæð. • Nemendur finna út hvaða línur halla niður á við og hvaða línur halla upp á við og skoða hvoru megin við sjónlínu eða sjóndeildarhring þær eru. • Nemendur finna hvarfpunkt með því að framlengja línurnar í átt að sjónlínu sinni og skoða hvar þær skerast. • Nemendur halda áfram að rannsaka halla lína, sjónlínu eða sjóndeildarhring og hvarfpunkt þar til skilningur fæst. • Nemendur teikna ganginn eða herbergið laust og létt samkvæmt rannsóknum sínum. • Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman. • Útfærsla 1 : Nemendur geta prófað að horfa frá hærra eða lægra sjónarhorni, finna aftur sjónlínu og hvarfpunkt og teikna ganginn aftur. Mynd 4.8.5 Teiknað með blýanti samkvæmt eins punkts fjarvídd eftir löngum gangi. ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=