Ég sé með teikningu

4. KAFLI | DÝPT 125 Segjum sem svo að við stöndum á miðjum gangi, þá virðast þeir hlutar veggja hans sem eru nálægt okkur mun hærri en fjarlægari hlutar hans. Línurnar við loft og gólf virðast því halla, þó við vitum að þær séu láréttar. Þær virðast líka nálgast hver aðra smám saman meira eftir því sem fjær dregur. Ef gangurinn væri endalaus myndu þær skerast í einum punkti sem kallast hvarfpunktur. Hvarfpunkturinn er í sjónlínu okkar eða augnhæð. Lóðréttar línur á vegg gangsins, meðfram dyrum til dæmis, fjarlægjast okkur ekki svo þær halla ekki. Þarna á eins punkts fjarvíddarreglan við, eins ef við stöndum í miðju herbergi eða á miðri götu. Leonardo da Vinci not- aði eins punkts fjarvídd í teikning- unni á mynd 4.8.3 sem er skissa fyrir málverkið Adoration of the Magi. Tveggja punkta fjarvídd Eins og áður sagði virðast láréttar línur sem fjarlægjast þann sem horfir halla. Segjum sem svo að við stöndum framan við horn á bygg- ingu. Þá skerast allar þær láréttar línur vinstra megin við hornið sem fjarlægjast okkur og virðast halla í einum hvarfpunkti vinstra megin við húsið og allar láréttar línur sem fjarlægjast hægra megin við hornið í öðrum hvarfpunkti þeim megin. Hvarfpunktarnir eru því tveir og þeir eru báðir í sjónlínu okkar eða sjóndeildarhring. Fjarvíddarreglan sem hér á við kallast tveggja punkta fjarvídd. Sjá mynd 4.8.4. Tveggja punkta fjarvídd á einnig við þegar staðið er við horn inni í bygg- ingu. Mynd 4.8.3 Leonardo da Vinci, 1481, Skissa fyrir mál- verkið The Adoration of the Magi. Mynd 4.8.4 Burke, Horwood and White, arkí- tektar. LEITARORÐ Leonardo da Vinci drawing Adoration of the magi | eins punkts fjarvídd LEITARORÐ Christo drawings | Temple of Neptune Piranesi drawing tveggja punkta fjarvídd | Graffiti and Street Art Graffiti and Street Art in Reykjavík

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=