Ég sé með teikningu

124 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 Við vitum að línur á mörkum lofts og veggja og ofan við dyr og glugga eru láréttar en samt virðast þær halla ef við skoðum það nánar. Við vitum að á borðplötu eru fjögur 90 gráðu horn en frá ákveðnu sjónarhorni virðast sum þeirra gleiðari og önnur hvass- ari. Þegar við teiknum eftir fyrirmynd getur skapast togstreita, það er ef okkur finnst það sem við sjáum ekki passa við það sem við vitum og við skiljum ekki hvers vegna. Með því að auka þekkingu okkar og skilning á fjarvíddarreglum getum við skilið hvað liggur að baki þess sem við sjáum. Þá sjáum við það betur, það verður auðveldara að trúa eigin augum og teikna í samræmi við það. Þannig getum við fengið fram sann- færandi fjarvídd á tvívíðum teiknifleti. Mögulegt er að sleppa því að læra um fjarvíddarreglur og horfa þess í stað mjög vel en þá gætum við lent í því sama og Lorenzetti forðum. Eins punkts fjarvídd Vegna þess að hlutir virðast minni eftir því sem þeir eru lengra í burtu frá þeim sem horfir, virðast láréttar línur á hlutum sem fjarlægjast hann halla. LEITARORÐ Fra Angelico and Filippo Lippi Adoration of the magi Filippo Lippi Maria mit kind tondo Pietro Lorenzetti | Duccio Annunciation Snemma á miðöldum höfðu list- málarar ekki öðlast fullan skilning á því hvernig við skynjum fjarvídd í umhverfinu eða hvernig hægt væri að fá hana fram á flötu yfirborði. Þeir vissu að eftir því sem hlutir voru hafðir minni virtust þeir lengra í burtu. Þeir gerðu ýmsar tilraunir til að skapa dýpt án þess að ná fullum tökum á því. Slíkt má sjá á málverki Pietro Lorenzettis (1280-1348), sjá mynd 4.8.2, en verkið er engu að síður heillandi. Fólk vissi að láréttar útlínur hluta sem fjarlægðust hölluðu en ekki nákvæmlega hve mikið og hvers vegna. Á endurreisnartímanum áttuðu listamenn og stærðfræðingar í Flórens sig á þessu og settu fram fjarvíddarreglur eða aðferðir til að fá fram fjarvídd á tvívíðum fleti. Filippo Brunelleschi (1377-1446) varð fyrstur til að kynna þá aðferð að láta allar hallalínur koma saman á láréttri sjónlínu. Mynd 4.8.2 Pietro Lorenzetti, 1320, Pálmasunnudagur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=