Ég sé með teikningu
122 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Hvernig leystuð þið verkefnið? Komu upp vandamál? Ef svo er, hvernig leystuð þið þau? Hvað var auðvelt/erfitt? • Var eitthvað sem kom ykkur á óvart í tengslum við vinnuna við verkefnið eða afraksturinn? Hvað? • Lýsir teikningin dýpt? Hvar? • Hvað er áhugavert í teikningunum? Útskýrið. • Lýsir teikningin óreiðu og/eða ofhleðslu Sjáið þið tengsl við einhverja af lista- mönnunum sem við skoðuðum í upphafi? • Var erfitt að greina útlínur undir það síðasta? Hvernig leystuð þið það? Var það líkt og að teikna blint? • Varð teikningin smám saman óhlutbundnari (abstrakt)? Hverju breytti það í vinnunni? • Hvenær fóruð þið að hugsa um heildarmynd? Hvaða ákvarðanir tókuð þið í tengslum við það? • Hvernig línuskrift skapaðist? Er hægt að koma auga á persónulega línuskrift í teikningunum? Hvar? • Hvað er gott og hvað mætti gera betur varðandi myndbyggingu og/eða litasam- setningu? Var allur myndflötur nýttur? Þurfti þess? • Á hvað lögðuð þið áherslu í vinnunni, á að fá fram sannfærandi eftirmynd af fyrirmynd, á línuspil, myndbyggingu, litasamsetningu, óreiðu? FJARVÍDD – EINS OG TVEGGJA PUNKTA STUTT LÝSING Nemendur kynnast eins og tveggja punkta fjarvídd í umhverfinu og yfirfæra hana á teikniflöt. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA VERK EFNI 4 8 ALDURSSTIG: Mið- og unglingastig • þekkingu og skilning nemenda á á hvernig menn skynja dýpt í umhverfinu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökunum eins punkts fjarvídd, tveggja punkta fjarvídd, hvarfpunktur, sjónlína og sjóndeildarhringur • leikni nemenda í að fá fram dýpt á tví- víðum teiknifleti með eins og tveggja punkta fjarvídd, • þekkingu og skilning nemenda á nokkrum verkum myndlistarmanna og aðferðum sem þeir hafa beitt
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=