Ég sé með teikningu

4. KAFLI | DÝPT 121 EFNI OG ÁHOLD • Fyrirmyndir s.s. nemendur til skiptis, myndastyttur, ávextir, grænmeti, katlar, könnur, blóm í vasa eða potti eða annað. • Þurr eða blaut teikniáhöld í nokkrum litum. • Pappír að vild, að minnsta kosti af stærðinni A1, má vera ferningslaga. VERKEFNIÐ • Nemendur standa við trönur og raða sér umhverfis fyrirmynd eða í U fyrir framan hana. Þeir teikna það sem þeir vilja af henni í 3 mínútur með þeim efnum, áhöldum og aðferðum sem þeir kjósa. Fyrirmynd er snúið. • Nemendur snúa papp- írnum um 90 eða 180 gráður og teikna nýtt sjónarhorn ofan í sömu teikningu. Þeir ákveða hvar á teikni- flötinn þeir teikna, hve stórt og hve mikið af fyrirmynd. Þeir prófa sig áfram og finna eigin leiðir til lausna. • Leikurinn er endurtekinn að minnsta kosti 10 sinnum og með hverri teikningu skap- ast meiri óreiða, í lokin getur verið að upplifunin verði í ætt við að teiknað sé blint. • Nemendur leitast við að skapa áhugaverða heildarmynd fremur en sannfærandi eftir- líkingu af fyrirmynd. • Útfærsla : Nemendur geta prófað að láta teikningar ganga til næsta manns í eitt til þrjú skipti og taka svo sína upphaflegu mynd aftur. Hver nemandi leitast þá við að gera hverja mynd sem hann teiknar á að sinni. Mynd 4.7.1 Teiknað eftir mannslíkama í mismunandi stöðum, t.v. með bleki og mjúkum pensli. t.h. með ýmsum teikniáhöldum. LEITARORÐ Black Dice youtube | Andreas Gursky | Julie Merethu | Oval Textuell | Sarah Sze ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=