Ég sé með teikningu

120 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 ÓREIÐUKENNT OG OFHLAÐIÐ STUTT LÝSING Nemendur beina athyglinni að þrívíðri lögun fyrirmynda með því að teikna þær frá mörgum sjónarhornum, hratt. Þeir teikna öll sjónarhorn á sama teikniflöt og beina athyglinni að óreiðu og heildarmynd. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA VERK EFNI 4 7 ALDURSSTIG: Mið- og unglingastig • þekkingu og skilning nemenda á verkum nokkurra listamanna sem hafa fjallað um óreiðu og/eða ofhleðslu • þekkingu og skilning nemenda á ólíkum möguleikum í teikningu eftir fyrirmynd • leikni nemenda í að fá fram dýpt, lif- andi línuskrift og áhugaverða heildar- mynd með því að teikna mörg sjónarhorn í lögum • leikni nemenda í að teikna út frá kveikju, gera tilraunir og sjá fyrir sér frumlegar lausnir • leikni nemenda í samræðum um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast aðferðum verkefnis- ins og leikni í að nota þau í samræðum Kennari sýnir nemendum verk eftir Julie Merethu , Sarah Sze , Andreas Gursky , Oval og Black Dice , sjá leitarorð. Hann spyr þá hvað þessir listamenn eigi sameiginlegt. Listamenn virðast stundum vera búnir einhverskonar nemum til að taka á móti því sem liggur í loftinu eða skynja það sem er að gerast í umhverfinu og setja það fram í verkum sínum. Merethu, Sze, Gursky, Oval og Black Dice nota ógrynni sjónrænna og hljóðrænna upplýsinga í verk sín. Þau sýna okkur áreiti, óreiðu og ofhleðslu samtím- ans á áhugaverðan hátt í teikningum, innsetningum, ljósmyndum, tónlist og mynd- böndum. KVEIKJA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=