Ég sé með teikningu

12 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 Neikvætt rými : Rými eða form sem umlykur fyrirmynd, bakgrunnur, eins og himinn umhverfis ský. Læst neikvætt rými : Neikvætt rými sem er lokað inni af jákvæðu rými. Hlutföll : Stærð ákveðinna hluta fyrir- myndar eða teikningar miðað við aðra. Lengd manneskju samsvarar til dæmis lengd höfuðs hennar sex til átta sinnum. Afstaða (flútt) : Staðsetning ákveð- inna hluta fyrirmyndar eða teikningar miðað við aðra. Hvirfill manneskju sem stendur í annan fótinn er til dæmis í beinni línu ofan við hælinn sem hún stendur í. Hvirfillinn og hællinn eru þá í lóðréttri afstöðu (flútti) hvor við annan. Spenna í formi : Þegar gagnstæðar útlínur forms eru ósamhverfar og takast á eins og verið sé að spenna upp boga. STUTT LÝSING Verkefnið er leikur sem hjálpar nemendum að átta sig á hvað táknmyndir eru og hve tak- markaðar upplýsingar þær gefa um sjónræna eiginleika þeirra hluta sem þær standa fyrir. MARKMIÐ VERKEFNISINS ER AÐ AUKA VERK EFNI 1 1 ALDURSSTIG: Mið- og unglingastig • þekkingu og skilning nemenda á hug- takinu táknmynd, • skilning nemenda á mikilvægi þess að horfa vel á sjónræna eiginleika þegar teiknað er eftir fyrirmynd. • leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu, • þekkingu og skilning nemenda á hugtökum sem tengjast aðferðum verkefnisins og leikni í að nota þau í samræðum. TÁKNMYND

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=