Ég sé með teikningu

4. KAFLI | DÝPT 119 VERKEFNIÐ • Nemendur standa við trönur eða sitja við borð og raða sér umhverfis fyrirmynd eða í U fyrir framan hana. Þeir teikna útlínur hennar í 4-5 mínútur á pappír að minnsta kosti af stærðinni A3. Þeir geta einnig teiknað skugga ef þeir vilja og hafa tíma. • Nemendur flytja sig á næstu trönur og teikna sömu fyrirmynd frá nýju sjónarhorni á nýjan pappír. Einnig má snúa fyrirmynd. • Þetta er endurtekið þar til hver nemandi hefur teiknað 4-10 teikningar, hverja um sig frá nýju sjónarhorni. • Gagnlegt getur verið að vinna þennan hluta verkefnisins taktvisst með tveimur útlínum, á sama hátt og í verkefni 1.7. • Nemendur vinna á sama hátt og hér að ofan nema nú gera þeir eina teikningu með öllum sjónarhornum, á pappír af stærðinni A2 að minnsta kosti. • Nemendur geta teiknað hvert nýtt sjónarhorn hvar sem þeim sýnist á teikniflötinn hvort sem það er ofan á það sem komið er, ofan við, neðan við eða við hliðina. Þeir prófa sig áfram og finna eigin leiðir til lausna. Þeir geta notað nýjan lit fyrir hvert sjónarhorn ef þeir vilja, litað ákveðin form sem birtast eða hvað annað sem þeim dettur í hug. • Nemendur leitast við að skapa áhugaverða heildarmynd. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Hvernig leystuð þið verkefnið? Hvað var auðvelt/erfitt? Var eitthvað sem kom ykkur á óvart í tengslum við vinnuna við verkefnið eða afraksturinn? Hvað? • Um hvað voruð þið að hugsa þegar þið voruð að teikna? Voruð þið að hugsa um myndbyggingu eða heildarmynd? • Lýsir teikningin dýpt? Hvar? • Hvað er áhugavert í teikningunum? Útskýrið. • Er hægt að sjá tengsl við verk kúbista í einhverjum af teikningunum? Útskýrið. Mynd 4.6.3 Teiknað með ýmsum teikniáhöldum eftir mannslíkama í sömu stöðu frá mörgum sjónarhornum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=