Ég sé með teikningu

118 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 EFNI OG ÁHOLD • Fyrirmyndir sem eru ólíkar eftir því hvaðan er horft, s.s. nemendur til skiptis, mynda- styttur, hauskúpur, bein, bananar, katlar eða annað. • Þurr eða blaut efni í nokkrum litum. • Pappír að vild, að minnsta kosti af stærðinni A3 og A2. Hvað sjáið þið hér? Hvers vegna er gagnlegt að teikna fyrir- mynd frá mörgum sjónarhornum? Ef við teiknum fyrirmyndir frá mörgum sjónarhornum getum við kynnt okkur þrívíða lögun þeirra á áþreifanlegan hátt. Þá skiljum við betur hvað það er sem við sjáum sem getur auðveldað okkur að yfir- færa það á teikniflötinn. Eftirfarandi kveikja er notuð áður en nemendur hefjast handa við seinni hluta verkefnisins. Kúbismi, hvað er það? Í málverkinu Kona gengur niður stiga (e. Nude Descending a Staircase ), mynd 4.6.2, einfaldar Marcel Duchamp (1887-1968) form manns- líkamans og dregur aðalatriðin í þeim fram, líkt og Picasso gerði í Bull Series á mynd 1.7.1. Duchamp sýnir okkur þessi form líkamans auk þess frá mörgum sjónarhornum í einu og snýr þeim öllum fram. Þó okkur finnist málverkið ekki endilega sýna okkur raunverulega mynd af konu, þá lýsir það mörgum hliðum konunnar í einu og því sem hún aðhefst á áhugaverðan hátt. Getur verið að það segi okkur jafnvel meira um dýpt en ef við hefðum aðeins fengið að sjá kon- una frá einu sjónarhorni? Kúbismi er listastefna sem kom fram í upphafi síðustu aldar og ein- kenndist af því að myndefnið var brotið upp í einföld form sem voru jafnvel sýnd frá fleiri en einu sjónarhorni. KVEIKJA Mynd 4.6.1 Eplabátur frá nokkrum hliðum. LEITARORÐ Duchamp cubism | Picasso cubism | Kúbismi Mynd 4.6.2 Kona gengur niður stiga, málverk eftir Marcel Duchamp. ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=