Ég sé með teikningu
4. KAFLI | DÝPT 117 VERKEFNIÐ Nemendur staðsetja teikniáhaldið á miðju teikniflatar og ímynda sér að það sé statt innan í fyrirmyndinni miðri. Nemendur teikna efnið í fyrirmyndinni, lag eftir lag, frá miðjunni og upp að yfirborðinu. Þeir hreyfa teikniáhaldið einnig út að yfirborðinu á öllum hliðum þannig að bæði massi forms- ins og lögun komi smám saman í ljós. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Hvernig gekk að ímynda sér að verið væri að teikna það sem er undir yfirborði fyrirmyndarinnar? • Gefur teikningin tilfinningu fyrir dýptinni eða massanum í forminu? Hvað gerir það að verkum? • Geta mörg lög skapað dýpt? • Skiptir máli hvað verið er að hugsa um á meðan teiknað er? • Getur hugsun teiknarans um dýpt komið fram í afrakstri á fleti með enga dýpt? Útskýrið. Í ANDA KÚBISTA STUTT LÝSING Nemendur beina athygli að þrívíðri lögun fyrirmynda með því að teikna þær frá mörgum sjónarhornum, nokkuð hratt, bæði á sitt hvorn teikniflötinn og á þann sama í anda kúbista. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA Mynd 4.5.2 Teiknað með kolum (t.v.) og mjúkum blýanti (t.h.). VERK EFNI 4 6 ALDURSSTIG: Mið- og unglingastig • þekkingu og skilning nemenda á þrívíðri lögun fyrirmynda og leikni í að fá hana fram á tvívíðum teiknifleti • þekkingu og skilning nemenda á kúbisma • leikni nemenda í að fá fram áhugaverða heildarmynd • leikni nemenda í að teikna út frá kveikju, gera tilraunir og sjá fyrir sér frumlegar lausnir • þekkingu og skilning nemenda á ólíkum möguleikum í teikningu eftir fyrirmynd • leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast aðferðum verkefnis- ins og leikni í að nota þau í samræðum
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=