Ég sé með teikningu

116 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 EFNISMAGN – LAG OFAN Á LAG STUTT LÝSING Nemendur beina athyglinni að þrívíðri lögun og efnismagni fyrirmynda með því að ímynda sér að þeir teikni efnið í þeim innan frá miðju, lag ofan á lag, upp að yfirborðinu. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA Mynd 4.5.1 Kjarni eplis. • þekkingu og skilning nemenda á þrí- víðri lögun og efnismagni eða massa fyrirmynda og leikni í að fá hann fram á tvívíðum teiknifleti • þekkingu og skilning nemenda á ólíkum möguleikum í teikningu eftir fyrirmynd • leikni nemenda í að teikna út frá kveikju og gera tilraunir • leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast aðferðum verkefnis- ins og leikni í að nota þau í samræðum ALDURSSTIG: Unglingastig EFNI OG ÁHOLD • Fyrirmyndir sem eru ekki holar að innan s.s. nem- endur til skiptis, myndastyttur, ávextir, grænmeti, bækur, trjábútar eða annað. • Mjúkur blýantur (6B-8B), kol eða þurrkrít. • Pappír að vild. Oftast horfum við á útlínur fyrirmynda en það eru til fleiri leiðir til að ná fram sjónrænum eiginleikum þeirra. Með því að byrja að teikna innan í miðju formsins sem maður sér (eins og gert er í verkefni 4.4) beinum við athyglinni að svæð- inu á milli útlínanna og yfirborðslögun þess, skuggamynd- inni. Síðan er hægt er að fara skrefinu lengra og ímynda sér að maður sé innan við yfirborðið, inni í forminu miðju, í kjarna eplis (mynd 4.5.1) eða hjarta módels. Þá beinir maður athyglinni að massanum í forminu eða efnismagni þess. Það skiptir máli hverju við beinum athyglinni að, það kemur fram í teikningunni. KVEIKJA LEITARORÐ Hvað er massi? VERK EFNI 4 5 ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=