Ég sé með teikningu
4. KAFLI | DÝPT 115 • Nemendur skýra og skerpa á völdum stöðum á líflegum grunninum með einum blýanti, eins og þar sem skarpar brúnir eru á fyrirmynd og mikill munur er á birtu og skugga. Þeir geta ímyndað sér að þeir séu að skerpa fókus á myndavél. • Nemendur teikna til skiptis með tveimur og einum blýanti eins lengi og þeim finnst þurfa. Þeir geta einnig notað hnoðleður eða strokleður til að leiðrétta og/eða lýsa án þess þó að stroka línuskriftina alveg burt. Þeir verja 10-20 mínútum í verkefnið. • Nemendur teikna fyrirmyndina frá fleiri sjónarhornum á sama hátt. • Yngri nemendur geta prófað verkefnið og þá má leggja minni áherslu á nákvæma mótun forma og meiri áherslu á notkun verkfærisins. • Útfærsla 1 : Nemendur geta prófað að byrja að teikna neðst í hverju formi eða öfugu megin við það sem þeir eru vanir. • Útfærsla 2 : Nemendur geta prófað að líma saman blýant og trélit eða tússlit eða aðrar samsetningar teikniáhalda og þeir geta prófað að líma saman þrjú eða fleiri teikni- áhöld. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Komust þið að einhverju nýju um fyrirmyndina með því að móta hana í leir? Hverju? • Lýsir leirmyndin þrívíðri lögun fyrirmyndarinnar á sannfærandi hátt? • Var gagnlegt að hafa mótað fyrirmyndina í leir áður en þið teiknuðuð hana? • Hvernig gekk að beita blýöntunum límdum saman? Gerði það ykkur auðveld- ara/erfiðara fyrir að teikna yfirborðslögun fyrirmyndarinnar? Útskýrið. • Sýna teikningarnar þrívíða lögun fyrirmyndarinnar? Hvað gerir það að verkum? • Var það auðvelt/erfitt að byrja innan í miðju formi? Varð það auðveldara með æfingunni? • Varð yfirborðsáferðin lifandi? Hvar og hvers vegna? • Hvers konar línur eru áhugavekjandi fyrir augað? • Komu línur óvart á teikniflötinn þegar teiknað var með tveimur blýöntum? Gerðu þær gagn eða ógagn? Útskýrið. Getur teikning með óskýrar útlínur verið góð teikning? Hvers vegna? Hvers vegna ekki? • Sýnir teikningin hvernig birtan er eða hvaðan hún kemur? Hvar? • Eru einhverjar línur það áhugaverðar að þið mynduð vilja hafa þær hluta af línuskrift ykkar? Hverjar?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=