Ég sé með teikningu

114 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 VERKEFNIÐ, LEIRMÓTUN • Nemendur sitja við borð umhverfis fyrirmynd, með leir og leirmótunaráhöld tiltæk ef þeir þurfa. • Nemendur horfa vel á þrívíð form fyrirmyndarinnar og móta þau í leir samkvæmt því sem þeir sjá, forðast táknmyndir. • Nemendur færa sig um set á um það bil tveggja mínútna fresti, þannig að þeir nái að skoða allar hliðar fyrirmyndarinnar. Þeir geta farið nokkra hringi umhverfis hana ef þurfa þykir. Hver og einn getur einnig fært sig eftir þörfum. Nemendur geta einnig setið kyrrir en þá er fyrirmynd snúið smám saman. VERKEFNIÐ, TEIKNING • Lýst er á sömu fyrirmynd og mótuð var úr leir þannig að greinilegir birtu- og skuggafletir sjáist. • Nemendur teikna eftir fyrirmynd með tveimur blýöntum límdum saman. Þeir halda aftast á teikniáhaldinu og hreyfa það stöðugt, fram og til baka, í hringi eða óreglulega. • Nemendur þekja svæðið sem form fyrirmyndarinnar taka yfir og forðast að teikna útlínur. Þeir byrja innst í hverju formi, fylgja yfirborði þess með augunum, bregðast við á teikniflet- inum á sama tíma og færa sig smám saman að brúnum þeirra. Nemendur geta ímyndað sér að þeir séu að strjúka yfir formin. • Nemendur ýta fastar á teikniáhaldið og fara fleiri umferðir þar sem þeir sjá skugga og lausar og færri umferðir yfir birtusvæði. Þeir geta ímyndað sér að þeir séu enn að móta úr leirnum á þann hátt að þar sem er skuggi ýta þeir fastar á teikniáhaldið eins og þeir séu að þrýsta leirnum aftar í rýmið. Mynd 4.4.1 Mótað í plastleir. Mynd 4.4.3 Teiknað með blýanti Mynd 4.4.2 Teiknað með tveimur blýöntum límdum saman.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=