Ég sé með teikningu

4. KAFLI | DÝPT 113 EFNI OG ÁHOLD • Fyrirmyndir s.s. nemendur til skiptis, uppstoppuð dýr, myndastyttur, hauskúpur, bein, ávextir, grænmeti, skeljar, leir- tau, leikföng eða annað. • Leir og áhöld til leirmótunar. • Tveir og tveir blýantar límdir saman með límbandi þannig að oddur beggja nái jafn langt fram (HB-6B). • Borðlampar fyrir minni fyrirmyndir, vinnuljós eða myndvarpi fyrir stærri. • Ljós pappír að vild, að minnsta kosti af stærðinni A2. Getur leirmótun gagnast okkur í teikningu? Gagnlegt getur verið að móta fyrirmyndir í leir áður en við teiknum þær. Með leirmót- uninni getum við kynnt okkur þrívíða lögun þeirra á áþreifanlegan hátt. Þá skiljum við betur hvað það er sem við sjáum sem getur auðveldað okkur að yfirfæra það á teikni- flötinn. Myndhöggvarar hafa djúpa þekkingu og skilning á þrívíðri lögun forma vegna reynslu sinnar og þeir ná henni oft fram á áhugaverðan hátt í teikningum sínum, sjá mynd 4.2.2. Þrívíð lögun og yfirborðsáferð kemur greinilega fram í teikningum Albertos Giacometti (1901-1966). Hún kemur skýrar fram en útlínur eða birta og getur verið áhugavert að skoða þær, sjá leitarorð. Giacometti lýsir þrívíðu formi fyrirmyndanna vel með lifandi línuskrift eða áferð án ákveðinna útlína. Höggmyndirnar hans eru einnig með lifandi áferð. Þegar ein ákveðin útlína er dregin hefur áhorfandi ekki annað val en að samþykkja þá útlínu en margfaldar, fjölbreytilegar lifandi línur geta verið áhugaverðar fyrir hann. Þá þarf hann að hafa fyrir því að velja hvaða línur hann vill taka trúanlegar, hvar formin enda. Eins og sagt er frá í Kveikju í verkefni 2.4 getur líka verið áhugavert að sjá fyrir sér teikniferli teiknarans eins og í teikningu Degasar á mynd 2.4.1. Í teikningu eftir fyrirmynd erum við kannski vönust því að draga útlínur fyrirmynd- anna en það getur gert okkur erfitt fyrir að beina athyglinni að öðru eins og þrívíðri lögun eða yfirborðsáferð þeirra. Gagnlegt getur verið að teikna með tveimur blýöntum límdum saman, þannig er ekki hægt að draga eina útlínu en það er hægt að teikna svæði svo það getur orðið auðveldara að einbeita sér að því að lýsa þrívíðri lögun og yfirborðsáferð, líkt og Giacometti gerir í sínum teikningum. Með tveimur blýöntum límdum saman getum við einnig fengið fram áhugaverða og lifandi línuskrift. KVEIKJA LEITARORÐ Alberto Giacometti drawings Alberto Giacometti sculpture Dryden Goodwin drawings | Ginny Grayson ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=