Ég sé með teikningu

112 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Hvernig gekk að teikna í þrívídd með vír? Er það líkt/ólíkt því að teikna á tví- víðan teikniflöt? Á hvern hátt? • Hvernig gekk að teikna með ljósi? Er það líkt/ólíkt því að teikna með blýanti? Á hvern hátt? • Hvað er líkt/ólíkt með blýants, vír og ljósteikningum? Eru ljósmyndirnar teikningar? ? Er hægt að teikna með vír og/eða ljósi? Útskýrið. • Er eitthvað áhugavert í þessum teikningum/ljósmyndum? Hvað? • Lýsa teikningarnar fyrirmynd á sannfærandi hátt? Þurfa þær að gera það? • Uppgötvuðuð þið eitthvað nýtt? Hvað? MÓTAÐ ÚR LEIR OG MEÐ BLÝONTUM LÍMDUM SAMAN STUTT LÝSING Nemendur beina athyglinni að þrívíðri lögun fyrirmynda með því að móta þær fyrst í leir og teikna yfirborðslögun þeirra síðan með tveimur blýöntum límdum saman. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA VERK EFNI 4 4 ALDURSSTIG: Mið- og unglingastig Einfölduð útgáfa verkefnisins getur hentað yngsta stigi. • þekkingu og skilning nemenda á þrí- víðri lögun fyrirmynda og leikni í að fá hana fram á tvívíðum teiknifleti • leikni nemenda í að móta úr leir eftir fyrirmynd • þekkingu og skilning nemenda á ólíkum möguleikum í teikningu eftir fyrirmynd • leikni nemenda í að fá fram lifandi línu- skrift eða áferð • þekkingu og skilning nemenda á nokkrum verkum myndlistarmanna og aðferðum sem þeir hafa beitt • leikni nemenda í að teikna út frá kveikju og gera tilraunir • leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu, • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast aðferðum verkefnis- ins og leikni í að nota þau í samræðum ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=