Ég sé með teikningu

4. KAFLI | DÝPT 111 • Nemendur á mið- og unglingastigi standa eða sitja umhverfis fyrirmynd með um það bil eins og hálfs metra langan bút af vír. Þeir hafa töng til að móta og klippa með og auka vír við höndina. • Nemendur horfa vel á þrívíð form fyrir- myndarinnar og teikna/móta þau með vírnum samkvæmt því sem þeir sjá, forðast táknmyndir. • Þeir prófa sig áfram og finna eigin leiðir til að teikna í þremur víddum og geta notað blómavír til viðbótar ef þeir vilja. • Nemendur færa sig um set á um það bil tveggja mínútna fresti, þannig að þeir nái að skoða allar hliðar fyrirmyndarinnar. Þeir geta farið nokkra hringi umhverfis hana ef þurfa þykir. Hver og einn getur einnig fært sig eftir þörfum. Nemendur geta einnig setið kyrrir en þá er fyrirmynd snúið smám saman. Teiknað með ljósi • Nemendur staðsetja vírteikningu sína á ljóst undirlag við ljósan bakgrunn. Gagnlegt er að klæða borð eða gólf og vegg með hvítum pappír eða líni, sjá mynd 4.3.3. • Nemendur beina ljósi að vírteikningunni þannig að skuggi varpist á undirlagið og/ eða bakgrunninn og nota til þess einn eða fleiri lampa. Þeir færa lampaljósið/ljósin til, skoða það sem gerist á undirlaginu og/eða bakgrunninum þar til þeir sjá skugga­ línuspil sem þeim þykir áhugavert og taka ljósmynd af því. Þeir endurtaka leikinn eins oft og þeir þurfa eða vilja. • Nemendur velja eina til þrjár af áhugaverðustu ljósmyndunum sem þeir tóku. Þeir geta útbúið sameiginlega ljósteikningasýningu á vef eða á vegg með útprentuðum ljósmyndum. Nemendur geta einnig teiknað ofan í útprentaðar ljósmyndir með þeim efnum og aðferðum sem þeir kjósa. Mynd 4.3.2 Teiknað með vír og ljósi. Mynd 4.3.3 Ljósmyndir af teikningum með vír og ljósi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=