Ég sé með teikningu

110 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 EFNI OG ÁHOLD • Fyrirmyndir s.s. nemendur til skiptis, myndastyttur, hauskúpur, ávextir, grænmeti, katlar, könnur, vasar, pottar eða annað. • Vír sem hægt er að móta með höndunum og heldur form- inu. • Blómavír. • Töng til að klippa og beygja vír. • Borðlampar með hreyfan- legum hálsi. • Hvítt undirlag/bakgrunnur, pappír eða lín. VERKEFNIÐ Teiknað í rými með vír • Nemendur á yngsta stigi geta mótað þrívíðar teikningar með vír að vild, án fyrir- myndar. Gagnlegt getur verið að vinna verkefni 4.2 í tengslum við þetta verkefni. Er hægt að teikna í rými? Já, það er hægt, til dæmis með vír. Þannig getum við kynnt okkur þrívíð form fyrir- mynda á áþreifanlegan hátt og jafnvel uppgötvað eitthvað nýtt. Hinn einstæði byggingalista- maður Antoni Gaudí (1852-1926) undirbjó byggingu kirkjunnar Güell Crypt á Spáni með því að hengja líkan af grunnfleti hennar upp í loft og hengja á það víra og lítil lóð á hvern vír, sjá t.v. á mynd 4.3.1. Hann teiknaði þrívíða mynd af kirkjunni með vírunum, á hvolfi þó. Síðan tók hann ljósmynd af vír- teikningunni, sneri henni þannig að kirkjan sneri rétt og teiknaði ofan í hana, sjá t.h. á mynd 4.3.1. Á þennan hátt náði hann að sjá fyrir sér og móta einstök lífræn form kirkjunnar og komst að því hvernig hægt væri að byggja þau með nægu burðarþoli. Lífræn form eins og þessi höfðu ekki áður sést byggingalist. Gagnlegt er að nota leitarorð til að finna fleiri myndir af Güell Crypt kirkjunni. Einnig til þess að finna fleiri þrívíðar teikningar með ýmsum efnum og aðferðum. KVEIKJA Mynd 4.3.1 Antoni Gaudí, 1910, skissur fyrir kirkjubygg- inguna G ü ell Crypt. LEITARORÐ Alexandar Calder | Janet Echelman Antoni Gaudí Güell Crypt | Antony Gormley Monica Grzymala | Tomas Saraceno Chiharu Shiota ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=