Ég sé með teikningu
1. KAFLI | SKYNJUN 11 STUTT LÝSING Á VIÐFANGSEFNI KAFLANS Í þessum kafla er áhersla lögð á að nemendur veiti sjónrænum eiginleikum fyrirmynda athygli og efli leikni sína í margvíslegum aðferðum til að greina útlínur, form, jákvæð og neikvæð rými, hlutföll, halla og flútt. Einnig að þeir yfirfæri þá sjónrænu eiginleika á teikniflöt án þess að fyrri þekking eða táknmyndir trufli teikniferlið. Nemendur skoða verk og vinnuaðferðir nokkurra myndlistarmanna og nýta sem kveikju og gera síðan eigin tilraunir í efni. Þeir ígrunda verk sín og annarra í virku samtali við kennara og aðra nemendur og beita í því samtali hugtökum sem tengjast aðferðum kaflans. HÆFNIVIÐMIÐ Á bls. 164 má sjá hvaða hæfniviðmið heyra undir hvert og eitt verkefni. MARKMIÐ KAFLANS ERU AÐ AUKA KAFLI 1 • þekkingu og skilning nemenda á mikil- vægi þess að horfa vel á sjónræna eigin- leika fyrirmynda þegar teiknað er eftir fyrirmynd • leikni nemenda í að teikna út frá kveikju og gera tilraunir • leikni nemenda í að greina sjónræna eiginleika fyrirmynda eins og útlínur, form, jákvæð og neikvæð rými, hlutföll, halla og flútt og yfirfæra þá á teikniflöt • leikni nemenda í að forðast áhrif fyrri þekkingar á fyrirmynd eða táknmynda á teikniferli • þekkingu og skilning nemenda á nokkrum teikningum myndlistarmanna og aðferðum sem þeir hafa beitt • leikni nemenda í að fjalla um eigin verk og annarra í virku samtali við aðra nemendur • leikni nemenda í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu af sanngirni og virðingu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast verkefnum kaflans og leikni í að nota þau í samræðum SKYNJUN Teikniferli : Að draga línur eða gera annars konar merki á teikniflöt í samræmi við það sem augun sjá á fyrirmynd. Táknmynd : Sú mynd sem efnislegt form tekur á sig í huganum. Rannsóknarteikning : Þegar teiknað er af nákvæmni í langan tíma. Tvívítt : Það sem er flatt, hefur enga dýpt, eins og hringur. Þrívítt : Það sem tekur pláss í rými, hefur dýpt, lengd, breidd, hæð og massa, eins og kúla. Jákvætt rými : Rými eða form fyrir- myndar, aðalatriði, eins og ský á himni. MEGINHUGTOK KAFLANS ..
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=