Ég sé með teikningu
4. KAFLI | DÝPT 109 • Reyndir nemendur geta prófað að teikna hendur og ímynda sér að handarbakið/lóf- inn sé gegnsær diskur og fingurnir gegnsæir kassar eða sívalningar sem raðað er utan á hann, sjá mynd 4.2.4. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Hvernig gekk að sjá fyrir sér og teikna útlínur bakhliða formanna? • Lýsa teikningarnar þrívíðri lögun þeirra? Lýsa þær dýpt? Hvar kemur það best fram? • Er gagnlegt á einhvern hátt að teikna „auka-línurnar“? Er gott að stroka þær út eða mega þær vera? Hvers vegna? Hvers vegna ekki? • Er auðveldara/erfiðara að teikna útlínur þeirra yfirborðsflata grunnforma sem sjást ef þið teiknið líka útlínur yfirborðsflata sem þið sjáið ekki? Útskýrið. TEIKNAÐ Í RÝMI OG MEÐ LJÓSI STUTT LÝSING Nemendur á mið- og unglingastigi beina athygli að þrívíðri lögun fyrirmynda með því að móta þær með vír. Þeir teikna í rými. Nemendur á yngsta stigi móta vírteikningar án fyrirmyndar. Nemendur beina síðan lampaljósi að vírteikningunum og taka ljósmyndir af því línuspili sem skuggarnir skapa. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA VERK EFNI 4 3 • þekkingu og skilning nemenda á þrí- víðri lögun fyrirmynda • leikni nemenda í að teikna í rými • leikni nemenda í að móta eftir fyrir- mynd með vír • leikni nemenda í að teikna með ljósi • þekkingu og skilning nemenda á ólíkum möguleikum í teikningu • þekkingu og skilning nemenda á nokkrum verkum myndlistarmanna og aðferðum sem þeir hafa beitt • leikni nemenda í að teikna út frá kveikju, gera tilraunir og sjá fyrir sér frumlegar lausnir • leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast aðferðum verkefnis- ins og leikni í að nota þau í samræðum ALDURSSTIG: Öll
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=