Ég sé með teikningu

108 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 ÍMYNDAÐ GEGNSÆI STUTT LÝSING Nemendur beina athyglinni að þrívíðri lögun grunnforma og fá hana fram á tvívíðum teiknifleti með því að ímynda sér að ógegnsæjar fyrirmyndir séu gegnsæjar. Þeir teikna útlínur allra yfirborðsflata grunnformanna. EFNI OG ÁHOLD • Fyrirmyndir með lögun grunnforma eða einhverskonar samsetningu þeirra, s.s. nemendur til skiptis (t.d. hendur þeirra), ávextir, grænmeti, leirtau, bækur, katlar, könnur, vasar, pottar eða annað. • Blýantar, kol eða krít. • Pappír að vild, að minnsta kosti af stærðinni A3. VERKEFNIÐ • Nemendur sitja við borð umhverfis fyrirmynd eða í U fyrir framan hana. • Þeir ímynda sér að fyrirmyndin sé gegnsæ og teikna útlínur allra yfirborðsflata allra grunn- forma sem þeir sjá og líka þeirra sem þeir sjá ekki, sjá mynd 4.2.4. • Nemendur teikna laust og létt og fremur hratt. Gagnlegt getur verið að teikna óslitið, sérstak- lega þegar sporöskjur á sívalningum eru teikn- aðar. • Nemendur hafa í huga hvaða línur ættu að vera samsíða. Þeir stroka sem minnst út til að leið- rétta, endurtaka línur heldur þar til þeir finna ásættanlega staðsetningu. Þeir geta beitt mæli- aðferðum ef þeim finnst þurfa, sjá verkefni 1.9. Nemendur geta ímyndað sér að þeir séu að snerta útlínur formanna með teikniáhaldinu á meðan þeir teikna. • Útfærsla : Nemendur geta prófað að teikna skugga og/eða birtu eftir að útlínur eru komnar. Þeir geta þá fylgt yfirborðslögun hvers forms með endurteknum línum eins og Henry Moore gerir á mynd 3.2.1. Ef teikniflöturinn er ljós má teikna skuggafleti með dökku efni, ef hann er dökkur, birtufleti með ljósu efni og ef hann er í miðtón má gera bæði, sjá mynd 4.2.5. ALDURSSTIG: Unglingastig Mynd 4.2.5 Teiknað á gráan pappír, með kolum og þurrkrít. Mynd 4.2.4 Teiknað með blýanti eftir ógegnsæjum fyrirmyndum. TILBRIGDI VID VERKEFNI 4 2 ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=