Ég sé með teikningu

4. KAFLI | DÝPT 107 EFNI OG ÁHOLD • Grunnform úr gegnsæju plasti. • Blýantar, kol eða krít. • Pappír að vild. VERKEFNIÐ • Nemendur sitja við borð umhverfis gegnsæ grunn- form sem staðsett eru á ljósum einlitum grunni. • Þeir teikna allar útlínur hvers forms laust og létt og fremur hratt samkvæmt því sem þeir sjá. Þeir nota ekki mæliaðferðir og stroka ekki út til að leiðrétta heldur endurtaka línur þar til þeir ná nokkuð sann- færandi eftirmynd af fyrirmynd. Þeir hafa í huga hvaða línur ættu að vera samsíða. • Nemendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af nákvæmni því hér skiptir rannsóknin á hverju formi meira máli en afraksturinn. Þeir geta ímyndað sér að þeir séu að snerta útlínur þeirra með teikniáhaldinu á meðan þeir teikna. • Nemendur teikna hvert form frá nokkrum sjónar- hornum, annaðhvort er fyrirmyndum snúið eða nemendur færa sig um set. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Lýsa teikningarnar þrívíðri lögun formanna? Hvar kemur það best fram? • Breyttist eitthvað við endurtekninguna? Sáuð þið smám saman betur? Uppgötvuðuð þið eitthvað nýtt um grunnformin? Hvað? Uppgötvuðuð þið eitt- hvað nýtt um hvernig hægt er að fá fram þrívíða lögun grunnforma á tvívíðum teiknifleti? Hvað? Mynd 4.2.3 Teiknað með blýanti eftir gegnsæjum grunnformum. LEITARORÐ Tony Cragg drawings | Tony Cragg works Henry Moore drawings | Henry Moore works Peter Randall drawings Peter Randall works ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=