Ég sé með teikningu

106 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 Gagnlegt getur verið að vinna verkefni 4.3 í tengslum við þetta verkefni. Ætli fyrirmyndir þessa teiknara hafi verið gegnsæjar? Hvers vegna ætli hann hafi teiknað þær eins og þær væru það? Til hvers er gagnlegt að nota gegnsæjar fyrirmyndir? Gagnlegt getur verið að nota gegnsæjar fyrirmyndir til að fá þrívíða lögun þeirra fram á tvívíðum teiknifleti. Við getum rannsakað þrívíða lögun grunnforma með því að teikna eftir grunnformum sem eru gegnsæ í raun og veru. Þá getum við skoðað og teiknað útlínur allra hliða formanna samtímis frá einu sjónarhorni, líka þeirra sem eru á bakvið. Þannig getum við aukið þekkingu okkar og skilning á þrívíðri lögun þessara forma. Það nýtist vel í teikningu hver sem fyrirmyndin er, því flestir hlutir eru ein- hverskonar samsetning af grunnformum. Teikningar Henrys Moore og fleiri myndhöggvara eins og Tony Cragg og Peter Randall bera djúpum skilningi þeirra á þrívíðri lögun forma vitni sjá mynd 4.2.2. KVEIKJA Mynd 4.2.1 Teikning af grunnformum. Mynd 4.2.2 Henry Moore teikning og skúlptúr.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=