Ég sé með teikningu
4. KAFLI | DÝPT 105 SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Hvernig gekk að greina mun á stærð og skerpu á fyrirmynd? Hvernig gekk að teikna og/eða ýkja það á teiknifletinum? • Lýsa teikningarnar dýpt þó þær séu á tvívíðum teiknifleti? Ef ekki, hverju er hægt að breyta til þess að svo verði? • Tókst að blekkja auga áhorfanda? Hvað gerði það að verkum? • Hvar er mikil skerpa? En lítil? Hvar er mikill munur á stærð? Hvar eru form sem skarast? • Sjáið þið dæmi um skörun, mismunandi stærðir eða skerpu í umhverfinu sem gefa dýpt til kynna? GEGNSÆ FORM STUTT LÝSING Nemendur beina athyglinni að þrívíðri lögun grunnforma og fá hana fram á tvívíðum teiknifleti með því að teikna eftir gegn- sæjum grunnformum, útlínur allra yfirborðsflata þeirra. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA • þekkingu og skilning nemenda á þrí- víðri lögun grunnforma og leikni í að fá hana fram á tvívíðum teiknifleti • leikni nemenda í að teikna útlínur allra yfirborðsflata grunnforma eins og þau væru gegnsæ • þekkingu og skilning nemenda á nokkrum verkum myndlistarmanna og aðferðum sem þeir hafa beitt • leikni nemenda í að teikna út frá kveikju og gera tilraunir • leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast aðferðum verkefnis- ins og leikni í að nota þau í samræðum ALDURSSTIG: Unglingastig VERK EFNI 4 2
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=