Ég sé með teikningu

104 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 EFNI OG ÁHOLD • Fyrirmynd er samsett úr nokkrum hlutum, s.s. ávöxtum, grænmeti, könnum, skóm, beinum eða skeljum. Einnig er hægt að nota ljósmynd af landslagi þar sem greini- legur munur á stærð og skerpu kemur fram eða vinna utandyra. • Blýantar (HB-4B) krít eða kol. • Hnoðleður. • Hvítur pappír, að minnsta kosti af stærðinni A3. Ef farið er á vettvang má nota skissubók með gormum og harðri kápu eða tylla pappírnum á spjald. VERKEFNIÐ • Nemendur stilla upp nokkrum hlutum á borð fyrir framan sig, með bili á milli, þannig að þeir skarist fyrir augum þeirra. • Þeir ýkja stærð fremstu hlut- anna og smæð þeirra öftustu þegar þeir teikna og þeir ýkja skerpu í fremstu hlutunum en deyfa hana smám saman eftir því sem aftar dregur. • Nemendur nota vel ydduð, dökk teikniáhöld þegar þeir teikna fremstu formin og teikna fast og ákveðið. Eftir því sem aftar dregur nota þeir smám saman minna ydduð og ljósari teikniáhöld og teikna lausar. Aftast geta þeir deyft brúnir og tóna með hnoðleðri eða strokvöndli. • Útfærsla 1 : Nemendur geta prófað að nota ljósmynd af landslagi sem fyrirmynd og vinna á sama hátt. Þeir geta tekið ljósmyndina sjálfir og valið sjónarhorn þar sem þeir sjá bæði nálægt sér og langt í fjarska. • Útfærsla 2 : Nemendur geta prófað að teikna utandyra og þá velja þeir sjónarhorn þar sem þeir sjá bæði nálægt sér og langt í fjarska. • Útfærsla 3 : Yngri nemendur geta prófað að sleppa fyrirmyndum en grunna pappír í ljósum, mið- og dökkum tón, klippa lítil form út úr ljósasta tóninum og líma þau niður fyrst og efst á myndflötinn, klippa síðan stærri form úr miðtón og líma yfir og neðan við það sem komið er o.s.frv. Mynd 4.1.5 Mismunandi skörun, stærð og skerpa teiknuð með blýanti. ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=