Ég sé með teikningu

102 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 Hvernig er hægt að fá fram dýpt á tvívíðum teiknifleti? Með þekkingu og skilningi á því hvernig menn skynja dýpt í umhverfinu er hægt að blekkja áhorfanda þannig að hann skynjar dýpt þegar hann horfir á tvívíðan teikni- flöt. Uppgötvaðar hafa verið ákveðnar aðferðir til þess að gera þetta, sumar þeirra geta verið flóknar eins og þegar fjarvíddarreglur eru notaðar (sjá verkefni 4.8) en það eru líka til einfaldar leiðir eins og þær þrjár sem fara hér á eftir. Skörun Ef tvö form skarast á teiknifleti sýnist annað þeirra vera á bak við hitt og því lengra í burtu. Á mynd 4.1.1 má sjá dæmi um teikningar þar sem hlutir eru látnir skarast til þess að fá fram dýpt. Stærð Það sem er fjær okkur virðist minna en það sem nær er. Stærstu fjöll geta virst örsmá í fjarska, breiðir vegir geta litið út eins og fínir þræðir séð úr flugvél og ef við horfum eftir götu virðast ljósastaurar sem fjærst standa mörgum sinnum minni en þeir sem næst okkur eru. Á mynd 4.1.2 má sjá dæmi um hvernig má nota stærð til þess að fá fram dýpt á tvívíðum fleti. Skerpa Það sem er fjær okkur virðist óskýrara eða daufara en það sem er nær. Andrúmsloft inniheldur ryk, raka og mengun og því lengra sem hlutir eru frá okkur því meira and- rúmsloft er á milli. Þess vegna er líkt og búið sé að breiða slæðu yfir fjöll í fjarska, þau virðast vera úr fókus. Við sjáum lítinn mun á ljós- og skuggatónum og daufar útlínur, við sjáum litla skerpu (e. contrast). Næst okkur sjáum við mun meiri skerpu, mikinn mun á ljós- og skuggatónum hluta og skarpar útlínur. Á mynd 4.1.3 má sjá dæmi um KVEIKJA Mynd 4.1.2 Stærð, Pietro Perugino, The Delivery of the Keys, 1481, freska. Mynd 4.1.1 Skörun, Arthur Rackham, 1907, Alice in Wonderland.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=