Ég sé með teikningu

4. KAFLI | DÝPT 101 ÓRAFJARLÆGÐ – SKORUN, STÆRÐ OG SKERPA STUTT LÝSING Nemendur kynnast og æfa sig í þremur einföldum aðferðum til þess að fá fram dýpt á tvívíðum teiknifleti, þ.e. láta form skarast, minnka og dofna eftir því sem „innar“ dregur. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA VERK EFNI 4 1 Hvarfpunktur : Punkturinn þar sem allar samsíða láréttar línur sem fjar- lægjast skerast á sjóndeildarhring sem er í sjónlínu okkar. Sjónlína : Sjóndeildarhringur frá okkur séð er í sjónlínu eða augnhæð okkar. Sjóndeildarhringur : Ysta lína jarð- arinnar sem við sjáum. Eins punkts fjarvídd : Fjarvídd sem byggir á einum hvarfpunkti. Tveggja punkta fjarvídd : Fjarvídd sem byggir á tveimur hvarfpunktum. Forgrunnur : Það sem er fremst í mynd eða virðist vera fremst á tví- víðum teiknifleti. Bakgrunnur : Það semer aftast í mynd eða virðist vera aftast á tvívíðum teiknifleti. Bakgrunnur getur verið það sama og neikvætt rými (rými eða form sem umlykur fyrirmynd, eins og himinn umhverfis ský). Massi : Efnismagn. Yfirborð : Það svæði sem umlykur hluti, ysta lag þeirra. Myndbygging : Það hvernig mynd er byggð upp eða hvernig myndhlutum er raðað saman í heildarmynd. Mótun : Breyting á lögun hluta eins, eins og leirmótun. Lagskipt teikning: Teikning sem er unnin í lögum, hverju yfir öðru. ALDURSSTIG: Mið- og unglingastig Einfölduð útgáfa verkefnisins getur hentað yngsta stigi. • þekkingu og skilning nemenda á hvernig menn skynja dýpt í tengslum við skörun, stærð og skerpu og leikni í að nota þá þekkingu til að fá fram dýpt á tvívíðum teiknifleti • þekkingu og skilning nemenda á nokkrum verkum myndlistarmanna og aðferðum sem þeir hafa beitt • leikni nemenda í að teikna út frá kveikju og gera tilraunir • leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast aðferðum verkefnis- ins og leikni í að nota þau í samræðum ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=