Ég sé með teikningu

100 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 DÝPT STUTT LÝSING Á VIÐFANGSEFNI KAFLANS Í þessum kafla er áhersla lögð á að nemendur auki þekkingu sína og skilning á hvernig dýpt birtist í umhverfi okkar og öðlist leikni í margvíslegum aðferðum til að greina þrívíða lögun fyrirmynda sinna og yfirfæra hana á teikniflöt. Nemendur skoða verk og vinnuaðferðir nokkurra myndlistarmanna og nýta sem kveikju ásamt fleiru og gera síðan eigin tilraunir í efni. Þeir ígrunda verk sín og annarra í virku sam- tali við kennara og aðra nemendur og beita í því samtali hugtökum sem tengjast aðferðum kaflans. HÆFNIVIÐMIÐ Á bls. 164 má sjá hvaða hæfniviðmið heyra undir hvert og eitt verkefni. MARKMIÐ KAFLANS ERU AÐ AUKA KAFLI 4 • þekkingu og skilning nemenda á því hvernig menn skynja dýpt í umhverfi sínu • þekkingu og skilning nemenda á marg- víslegum aðferðum til að greina og fá fram dýpt á tvívíðum teiknifleti og leikni í að beita þeim • þekkingu og skilning nemenda á nokkrum teikningum myndlistarmanna og aðferðum sem þeir hafa beitt • leikni nemenda í að teikna út frá kveikju og gera tilraunir • leikni nemenda í að fjalla um eigin verk og annarra í virku samtali við aðra nemendur • leikni nemenda í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu af sanngirni og virðingu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast verkefnum kaflans og leikni í að nota þau í samræðum Þrívítt : Það sem tekur pláss í rými, hefur dýpt, lengd, breidd, hæð og massa, eins og kúla. Tvívítt : Það sem er flatt og hefur enga dýpt, eins og hringur. Dýpt : Þrívítt rými. Skörun : Þegar hlutir skarast, einn er framan við annan þannig að sá sem er á bakvið sést ekki allur. Skerpa : Þegar mikill munur er á ljósi og skugga og brúnir hluta eru skýrar. Fjarvídd : Þrívítt rými á tvívíðum teiknifleti fengið fram með því að líkja eftir því hvernig augað skynjar dýpt. MEGINHUGTOK KAFLANS ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=