Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 7 Jörðin okkar • notað kort og gröf til að afla sér upplýsinga og vinna úr þeim og sett upp einföld kort, • varpað ljósi á ólíkar aðstæður, menningu og líf fólks á jörðinni, • skýrt hvernig notkun mannsins á auðlindum getur haft margvísleg áhrif á lífsgæði og lífbreytileika, • lýst í grófum dráttum ferli daglegra neysluvara, uppruna þeirra, flutningi, sölu, nýtingu, förgun, endurvinnslu og kolefnisspori, • skýrt með dæmum áhrif tækni og mannlegra athafna á samfélag, loftslag og umhverfi, • fjallað um hvað sjálfbær þróun felur í sér, • skýrt með dæmum mikilvægi náttúruverndar og þess að allir leggi sitt af mörkum. Náttúrugreinar Náttúruvernd • rætt um og skilið ástæður náttúruverndar, Loftslagsbreytingar • útskýrt gróðurhúsaáhrif og tengsl við loftslagsbreytingar, Náttúruauðlindir og sjálfbær nýting • áttað sig á mikilvægi þess að nýta náttúruauðlindir án þess að ganga um of á þær, Einstaklingurinn og umhverfið • rætt valin dæmi um tengsl einstaklinga, nærumhverfis og umhverfismála á heimsvísu, Geta til aðgerða • skipulagt og tekið þátt í aðgerðum er varða náttúruvernd og umhverfismál í nærumhverfi sínu. Íslenska Tjáning • gert grein fyrir þekkingu sinni og reynslu og tjáð hugmyndir sínar og skoðanir frammi fyrir hópi, Lesfimi • skilið, fjallað um og dregið saman efni ólíkra texta, dregið ályktanir af efninu, greint og lagt mat á merkingu þeirra og tilgang á gagnrýninn hátt, Tjáning í texta • tjáð hugmyndir sínar, reynslu og sköpun í texta, metið, mótað og endurskrifað með hliðsjón af hjálpargögnum,
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=