Ég og umheimurinn - kennsluleiðbeiningar

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 6 Siðferði og trú • dregið fram ólíkan bakgrunn fólks og virt mismunandi trú, lífsgildi, skoðanir og siði, • rætt viðfangsefni sem snerta trú, lífsviðhorf og siðferði og sett í samhengi við atburði daglegs lífs, • gert grein fyrir völdum frásögnum, hefðum, hátíðum, siðum og táknum í kristni og nokkrum helstu trúarbrögðum heims, • borið saman valin trúarbrögð og lífsviðhorf og áhrif þeirra á líf fólks. Borgaravitund • rætt reglur í samskiptum fólks og tilgang þeirra og tekið þátt í að setja sameiginlegar leikreglur með öðrum, • rætt stöðu sína sem þátttakandi í samfélaginu, réttindi og skyldur og mikilvægi mannréttinda og jafnréttis í samfélaginu og á heimsvísu og þekki vel til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, • fjallað um ólíkar samfélagsgerðir og hvernig þær tengjast lífi einstaklinga, • lýst nokkrum einkennum lýðræðislegra samfélagshátta hér á landi, • gert grein fyrir hlutverki mikilvægra stofnana samfélagsins, • gert grein fyrir hugmyndum um samhjálp og velferð og framkvæmd þeirra í samfélaginu, • áttað sig á hvernig og hvers vegna kostnaður við ýmsa grunnþjónustu er greiddur af sameiginlegum sjóðum samfélagsins, • séð gildi slysavarna og þekkt viðbrögð við slysum í heimahúsum, nærsamfélagi og náttúrunni, • gert grein fyrir umferðarreglum og helstu umferðarmerkjum og nýtt í daglegu lífi, • sett sig inn í málefni samfélagsins, áttað sig á möguleikum til áhrifa og sýnt það í verki með ábyrgum hætti. Saga • metið heimildir og ólík sjónarhorn í umfjöllun um sögu og samtíð, • gert sér grein fyrir fjölbreytileika fjölskyldna og margvíslegum hlutverkum innan þeirra á ólíkum tímum, • greint samhengi umhverfis, sögu, menningar og mannlífs í heimabyggð og tengsl við önnur landsvæði, • fjallað um einkenni og þróun íslensks samfélags, • fjallað um og greint persónur, atburði, tímabil, tildrög og gang sögunnar, • áttað sig á að sagan hefur mótast af ýmsum þáttum, svo sem umhverfi, atferli, lífsviðhorfum, samfélagsskipulagi og atvinnuháttum, • útskýrt með dæmum hvernig sögulegir atburðir hafa áhrif á samfélög og líf fólks í samtímanum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=