Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 50 Verkefnahugmyndir: • Í hópum skoða nemendur hvernig ungmenni verða fullorðin í mismunandi trúarbrögðum eða menningarheimum og kynna hvað er líkt og ólíkt.“ • Skrifa stutta færslu um einn sið eða venju úr sinni eigin fjölskyldu eða menningu sem þeim finnst sérstakur eða merkilegur. Fordómar Kennari útskýrir orðið fordómar með því að brjóta það upp: „for“ (fyrir fram) og „dómar“ (mat eða skoðun) – útskýra að það merkir að dæma áður en maður þekkir málið. Nefna dæmi sem nemendur skilja úr daglegu lífi (t.d. að halda að einhver sé óvingjarnlegur bara út frá útliti eða fötum). Sýna mynd eða stutt myndskeið sem dregur fram hvernig fordómar geta myndast og áhrif þeirra á fólk. Útskýra hugtökin hatursorðræða og jafnrétti með einföldum dæmum sem tengjast kyni, trú og uppruna. Verkefnahugmyndir: • Í litlum hópum fá nemendur mismunandi senur (t.d. atvinnuviðtal, íþróttaleikur, almenn samskipti) og setja á svið hvernig fordómar gætu komið fram. • Nemendur hanna stutta auglýsingu, veggspjald eða samfélagsmiðlafærslu sem stuðlar að jákvæðum viðhorfum og fjölbreytileika. • Skrifa stuttan texta um það hvort þeir hafi einhvern tíma orðið vitni að eða upplifað fordóma, og hvað hefði getað dregið úr þeim. MEIRA OG FLEIRA Menningarmót Á þessum vef Tungumálatorg, má nálgast leiðbeiningar um uppfærslu menningarmóta. Trúarkort Nemendum skipt í hópa sem vinna saman að því að hanna kort með upplýsingum um trúarbrögð sem þeim er úthlutað. Hægt er að nota trúarbragðavefinn til að finna upplýsingar. • Nemendur fá úthlutað veggspjald með heimskorti. Á kortið er merkt: • Útbreiðslusvæði (lita) • Upprunaland/upphafsstað trúarinnar • Heilagir staðir – merkar byggingar og líka tengja trúarbrögðin við náttúru og landslag (t.d. heilög fjöll, ár, eyðimerkur) • Annað áhugavert sem nemendur komast að
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=