Ég og umheimurinn - kennsluleiðbeiningar

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 5 Hæfniviðmið Ég og umheimurinn tekur mið af hæfniviðmiðum við lok 7. bekkjar, sérstaklega í samfélagsgreinum en einnig lykilhæfni, íslensku, náttúrugreinum og upplýsinga- og tæknimennt. Það er undir kennurum komið hvaða hæfniviðmið eru tekin fyrir í hverjum kafla og eru þeir hvattir til að bæta við eftir því sem hentar. Samfélagsgreinar Vinnulag • útskýrt og notað mikilvæg hugtök samfélagsgreina, • aflað sér upplýsinga um samfélagsleg málefni úr textum, hljóð- og myndefni, umorðað og nýtt til umfjöllunar, • metið og brugðist við ólíkum skoðunum og upplýsingum úr heimildum á ólíku formi og myndað sér eigin skoðanir, • spurt opinna spurninga og tekið þátt í umræðu um ólík málefni af samfélagslegum og siðferðilegum toga, • sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn á völdum stöðum og tímum, • miðlað þekkingu, leikni og skoðunum á samfélagslegum málefnum á fjölbreyttan hátt, • tekið þátt í lýðræðislegu samstarfi og samræðu. Sjálfsmynd • lýst sjálfum sér og tekið dæmi um þætti sem hafa áhrif á eigin sjálfsmynd, svo sem úr nærsamfélagi, umhverfi og menningu, • rætt um heilbrigða lífshætti og samskipti og ræktað mikilvægar þarfir, • lýst margvíslegum tilfinningum og áttað sig á áhrifum þeirra á hugsun og hegðun, • lýst með dæmum mikilvægi jákvæðra lífsviðhorfa, hugarfars og seiglu fyrir eigin þroska, • gert grein fyrir eigin áhugasviðum, styrk og áskorunum og hvernig hægt er að vinna með þá þætti á uppbyggilegan hátt, • sýnt virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, sett sér mörk í samskiptum og lýst því hvernig það er hægt, • lýst staðalmyndum og fordómum í samfélaginu og áhrifum þeirra og áttað sig á skaðsemi þeirra, • beitt hugtökunum kyn, kynhneigð og kynhlutverk og áttað sig á fjölbreytni hinseginleikans, • gert grein fyrir útgjöldum vegna þarfa, langana og hegðunar einstaklinga og mikilvægi fyrirhyggju í fjármálum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=