Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 49 Verkefnahugmyndir: • Nemendur búa til tvo dálka – annars vegar „einn guð“ og hins vegar „margir guðir“ – og flokka trúarbrögð sem nefnd eru í textanum í réttan dálk. • Teikna eða finna myndir af táknum fyrir hver trúarbrögð sem nefnd eru í textanum og skrifa eina stutta setningu um helstu einkenni þess. • Í hópum velja nemendur ein trúarbrögð og setja fram 3–5 reglur úr því sem þeir telja að stuðli að góðum samskiptum milli fólks. Fjölbreytni trúarbragda Útskýrðu hugtakið lífsskoðunarfélag og hvernig það getur verið bæði trúarlegt og trúlaust. Ræddu við nemendur muninn á trú og trúleysi og leggðu áherslu á að hvort tveggja sé jafngilt val sem allir hafa rétt á samkvæmt trúfrelsi. Dæmi um lífsskoðunarfélög á Íslandi, bæði trúarleg og trúlaus (t.d. Þjóðkirkjan, Ásatrúarfélagið, Siðmennt). Verkefnahugmyndir: • Nemendur fá blöð með nöfnum trúarbragða og fylkinga og eiga að para saman rétt (t.d. kaþólsk trú → kristni, sjítar → íslam). Menning og sidir og gullna reglan Kennari útskýrir hugtökin menning og siðir með einföldum dæmum úr daglegu lífi nemenda (t.d. hátíðir, matur, klæðnaður, hátterni). Sýna kort eða myndir sem sýna hvernig trúarbrögð hafa dreifst um heiminn vegna fólksflutninga. Lesa saman dæmin um „gullnu regluna“ úr mismunandi trúarbrögðum og ræða hvernig þau eru öll að segja í raun það sama. Verkefnahugmyndir: • Nemendur vinna í hópum að því að búa til veggspjald þar sem gullna reglan er skrifuð á mismunandi tungumál og/eða úr mismunandi trúarbrögðum. • Umræðuspurning: Er gullna reglan eitthvað sem allir ættu að fylgja, jafnvel þótt þeir séu ekki trúaðir? Af hverju eða af hverju ekki? Menning og trú Kennarar útskýrir orðið menning og tekur dæmi úr daglegu lífi nemenda, bæði íslensk og alþjóðleg (t.d. jól, 17. júní, matarvenjur, íþróttamenning). Skoða með nemendum mynd af íslenska fánanum og benda á krossinn sem tákn trúarlegra áhrifa í menningu. Litirnir eru líka tákn fyrir einkenni Íslands. Spyrja nemendur hvort þeir þekki fleiri dæmi um trúartákn í menningu, listum eða hátíðum. Útskýra hugtakið vígsla og hvernig það birtist í mismunandi trúarbrögðum (t.d. ferming í kristni, Bar Mitzvah hjá gyðingum, manndómsvígsla í öðrum menningarheimum).
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=