Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 48 Fordómar • Neikvætt viðhorf eða dómur um einstakling eða hóp án þess að hafa fullnægjandi þekkingu eða reynslu. Kúgun • Þegar einstaklingar eða hópar fá ekki að njóta réttinda sinna eða eru beittir óréttlæti vegna uppruna, trúar eða annarra ástæðna. Áður en gamanið hefst Kennsluna má hefja með opnum spurningum sem virkja forvitni og persónulega tengingu nemenda við efnið. Hvað þýðir það að hafa trú á einhverju? Getur trú tengst fleiru en aðeins trúarbrögðum? Útskýra hugtakið trúfrelsi, af hverju það skiptir máli og tengið það við réttindi allra til að velja sér trú eða trúleysi. Þá má kanna hvað nemendur vita um mismunandi trúarbrögð og hvaða hefðir eða siðir þeir þekkja. Færa umræðuna yfir í menningu; spyrja hvað menning sé og fá dæmi úr íslenskri menningu, bæði hefðbundinni og nútímalegri. Útskýra hugtakið fordómar, fá fram dæmi um hvernig nemendur hafa orðið vitni að eða upplifað fordóma og ræða hvernig brugðist var við. Að lokum má leiða hópinn í umræðu um leiðir til að draga úr fordómum í samfélaginu, til dæmis með fræðslu, samræðum og því að kynnast ólíkum hópum fólks. Trú og lífsskodun Kennari byrjar á að spyrja nemendur hvað orðið trú þýðir fyrir þeim persónulega og hvort það þurfi alltaf að tengjast guði eða guðum. Kennari sýnir myndir og tákn frá ólíkum trúarbrögðum og spyr nemendur hvort þau þekki þau eða viti hvaðan þau koma. Kennari skýrir hugtökin trúfrelsi og lífsskoðun og tengir við mannréttindi – að allir hafi rétt til að trúa eða trúa ekki. Taka dæmi um trúfélög á Íslandi (Þjóðkirkjan, Ásatrúarfélagið, múslimasamfélagið, búddistafélög) og nefna að margir tilheyri engu trúfélagi. Verkefnahugmyndir: • Nemendur skrifa niður eina stóra spurningu um lífið sem þeir hafa velt fyrir sér og ræða hana í litlum hópum (t.d. „Hvað gerist eftir dauðann?“ eða „Af hverju erum við til?“). • Teikna hugkort sem sýnir ólíkar lífsskoðanir og trúarbrögð sem þeir þekkja, bæði innanlands og erlendis. • Hanna tákn sem gæti táknað þeirra eigin lífsskoðun eða gildi. Trúarbrögd Kennari sýnir kort af heiminum þar sem merkt eru stærstu trúarbrögðin og hvar þau eru mest stunduð (t.d. kristni, íslam, gyðingdómur, hindúatrú og búddismi). Gott er að sýna myndir eða tákn sem tengjast þessum trúarbrögðum og spyrja hvort nemendur þekki þau. Útskýra muninn á eingyðistrú (einn guð) og fjölgyðistrú (margir guðir) og nefna dæmi. Útskýra einnig hvernig siðareglur eru sameiginlegt einkenni allra trúarbragða, þótt guðshugtakið sé ólíkt.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=