Ég og umheimurinn - kennsluleiðbeiningar

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 46 MEIRA OG FLEIRA Góðverkið Kennari ræðir við nemendur um góðverk, til dæmis með þankahríð. Nemendur velja svo eitt góðverk eða koma með eigin hugmynd sem tekur að minnsta kosti 30 mínútur. Þeir framkvæma svo góðverkið utan skólatíma. Eftir að góðverkinu er lokið svara þeir ígrundunarspurningum ásamt stuttri lýsingu á góðverkinu (hvað var gert og fyrir hvern). Dæmi um góðverk: • Elda máltíð fyrir fjölskylduna án þess að vera beðinn um það • Þrífa eldhús, baðherbergi eða annað rými vel og vandlega • Bjóða yngri ættingja í samverustund án tækja – t.d. spila, spjalla eða ganga • Tína rusl í hverfinu og gera umhverfið snyrtilegra • Hjálpa nágranna við heimilisstörf (t.d. þrífa bíl, fara í búð, bera inn innkaupapoka) Ígrundunarspurningar: 1. Hvað valdir þú að gera og hvers vegna? 2. Hvernig leið þér meðan þú varst að framkvæma góðverkið? 3. Hverjum hjálpaði góðverkið þitt og hvernig? 4. Kom eitthvað þér á óvart við verkefnið? 5. Hvað lærðir þú um sjálfa(n) þig eða um aðra í þessu ferli? 6. Hvernig gætir þú haldið áfram að gera gagn í samfélaginu þínu eða fjölskyldu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=