Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 45 Fridargæsla Kennari útskýrir hlutverk Sameinuðu þjóðanna í friðarstarfi og sýnir mynd eða kort af friðargæslusveitum í mismunandi löndum (t.d. Líbanon eða Kósovó) þar sem átök hafa verið. Spyrja: „Hvað haldið þið að sé erfiðast við að koma á friði milli hópa sem hafa barist lengi?“ Taka fram að friðargæsla snýst ekki bara um vopn og hermenn heldur líka um samtal, traust og að byggja samfélög upp aftur. Verkefnahugmyndir: • Í pörum skoða nemendur átök sem voru leidd til lykta á www.globalis.is og sérstaklega hvaða málamiðlanir voru gerðar. Refsiadgerdir Kennari útskýrir hugtakið kúgun og ræðir dæmi um lönd þar sem fólk má ekki tjá skoðanir sínar frjálst. Spyrja nemendur: „Getur samfélag verið friðsælt ef fólk má ekki segja skoðun sína?“ Ræðir við nemendur muninn á friði „á yfirborðinu“ og raunverulegum friði þar sem mannréttindi eru virt. Verkefnahugmyndir: • Nemendur skrifa stutta sögu um ímyndað land þar sem virðist vera friður, en í raun er fólk kúgað. Samskipti án ofbeldis Kennari tekur dæmi um ósætti milli vina (t.d. hvað á að gera í frímínútum) og sýnir hvernig hægt er að leysa það með málamiðlun. Ræðir hugtakið samskipti án ofbeldis og af hverju það skiptir máli að halda sig við efnið, forðast móðganir og vera tilbúin að taka pásu. Verkefnahugmyndir • Teikna eða skrifa mismunandi tilfinningar sem geta komið upp í deilu og hvernig hægt er að bregðast við þeim án ofbeldis. • Hanna „leiðbeiningaspjald“ um hvernig á að takast á um deilumál á sanngjarnan máta.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=