Ég og umheimurinn - kennsluleiðbeiningar

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 44 Strídsátök Kennari sýnir kort eða myndir af svæðum í heiminum þar sem nú eru átök. Útskýra og ræða hugtökin átök, vopnuð átök og stríð og áhrif þeirra á daglegt líf barna (t.d. lokaða skóla, skemmd hús, flóttafólk). Ræða við nemendur um að ágreiningur sé eðlilegur hluti af lífinu, en að það skipti máli hvernig við leysum hann. Setja fram opnar spurningar: „Hvernig væri líf þitt ef skólinn væri lokaður í marga mánuði?“ og „Hvað geturðu gert til að hjálpa þeim sem hafa þurft að flýja heimili sín?“ Verkefnahugmyndir: • Skrifa stutta dagbókarfærslu í fyrstu persónu þar sem þau setja sig í spor barns sem þarf að flýja frá heimili sínu. • Setja upp stutt leikrit þar sem fyrst er brugðist við ágreiningi með átökum en síðan með friðsamlegri lausn. Hvad veldur átökum? Kennari tengir efni kaflans við fyrri kafla um sjálfbæra þróun og auðlindir – hvernig barátta um vatn eða land getur leitt til átaka. Setja fram spurningar eins og: „Hvað heldurðu að gerist í samfélagi ef mikilvæg auðlind klárast?“ Verkefnahugmyndir: • Nemendur fá lista yfir mögulegar orsakir átaka og flokka þær í hópa: auðlindir, trú og menning, landsvæði, vald. • Kortaverkefni: Merkja á heimskort lönd sem hafa verið í átökum síðustu 50 ár og skrá helstu orsakir. Hægt er að styðjast við vefinn globalis. Málamidlun Kennari útskýrir orðið málamiðlun með dæmum úr daglegu lífi nemenda (t.d. deila um hvaða leikur á að vera í frímínútum eða hvaða mynd á að horfa á saman). Spyrja: „Hefur þú einhvern tímann gefið eftir í smáatriðum til að allir væru sáttir?“ Ræða með nemendum hvaða aðferðir bekkurinn notar til að leysa ágreiningsmál, t.d. í frímínútum. (Hittast og ræða málið? Hlusta á sjónarmið allra? Finna sameiginlega lausn?) Verkefnahugmyndir: • Gefa nemendum mismunandi „deiluatriði“ (t.d. hvernig á að skipuleggja verkefnavinnu) og æfa að finna málamiðlun. • Teikna myndasögu sem sýnir tvær manneskjur sem voru ósammála en náðu sáttum. • 10 mínútna ritun: Saga af málamiðlun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=