Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 43 Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) • Alþjóðasamtök sem vinna meðal annars að því að viðhalda friði í heiminum. Kúgun • Þegar fólk fær ekki að tjá skoðanir sínar eða er beitt óréttlæti af hálfu stjórnvalda. Samskipti án ofbeldis • Að tala og leysa ágreining án þess að særa, ógna eða móðga. Ábyrg samskipti • Þegar fólk tekur ábyrgð á því sem það segir og gerir í samskiptum. Áður en gamanið hefst Kennarinn byrjar á að ræða við nemendur um hvað orðið „friður“ merkir fyrir hvern og einn. Hægt er að spyrja: „Hvað merkir friður fyrir þig persónulega?“ og fá nemendur til að tengja hugtakið við eigið líf. Það má síðan ræða hvort hægt sé að hafa frið ef fólk fær ekki að tjá skoðanir sínar, og af hverju það skiptir máli að raddir allra heyrist. Þá er gott að beina sjónum að því hvernig við leysum ágreining, bæði milli einstaklinga og hópa. Kennarinn getur spurt: „Hvað finnst þér skipta mestu máli til að leysa deilur?“ og tengt það við málamiðlun, hvort sem hún á sér stað á skólalóðinni, heima hjá nemendum eða milli landa. Einnig má ræða hugmyndina um innri frið – hvernig við getum fundið ró og öryggi í eigin huga – og bera hana saman við ytri frið, það er að lifa án stríðs og átaka. Nemendur geta fengið að velta fyrir sér: „Hvenær hefur þú fundið fyrir friðsæld?“ og „Hvernig getum við passað upp á frið í bekknum?“ Að lokum er hægt að leggja fram stóru spurninguna: „Heldur þú að friður í heiminum sé raunhæfur draumur?“ og hvetja nemendur til að rökstyðja skoðanir sínar. Hvad er fridur? Kennari ræðir muninn á innri friði (friður í huga) og ytri friði (að búa án stríðs eða átaka). Taka dæmi úr daglegu lífi nemenda um málamiðlanir, t.d. hvernig þau leysa deilur á skólalóðinni eða heima. Tengja hugtakið frið við persónulega reynslu nemenda – spyrja: „Hvenær hefur þú fundið fyrir friðsæld?“ og „Hvernig getum við passað upp á frið í bekknum?“ Verkefnahugmyndir: • Kennari stýrir stuttri 1–2 mínútna slökun eða hugleiðslu til að kynnast hugmyndinni um innri frið. • Búa til hugarkort þar sem þeir skrifa og teikna allt sem þeim dettur í hug þegar þeir heyra orðið friður.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=