Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 40 Ástandid í heiminum Kennari útskýrir hugtakið „lífsskilyrði“ og sýnir myndir eða línurit sem sýna þróun í læsi, hreinu vatni og fátækt síðustu áratugi. Til að mynda er hægt að vísa í bókina: Verður heimurinn betri Sýnir mynd af heiminum sem sýnir hvar lífsskilyrði eru best og hvar þau eru verri, til dæmis með því að varpa upp Brandt-línunni. Ræða hvernig lífsskilyrði geta verið ólík innan sama lands, til dæmis eftir tekjum fjölskyldna. Verkefnahugmyndir: • Umræður: ræða hvort þau telji að heimurinn sé betri staður nú en áður og rökstyðja svarið. • Finna eitt dæmi úr fréttum um land þar sem brotið er á mannréttindum og útskýra hvaða réttindi eru brotin. • Skoða og bera saman tvö lönd af www.globalis.is með ólík lífsskilyrði og segja frá niðurstöðum. Fátækt og hjálparsamtök Kennari útskýrir hugtakið „fátækt“ og hvernig það getur haft áhrif á lífsgæði barna, bæði í efnum og tækifærum. Verkefnahugmyndir: • Finna dæmi um verkefni eða samtök sem hjálpa fólki að komast út úr fátækt og segja frá því. • 10 mínútna ritun: Þakklæti. Flóttafólk Kennari rifjar upp hugtökin „hnattræn hlýnun“ og „vistspor“ og hvernig þau tengjast fátækari og ríkari löndum. Sýna kort eða myndir sem sýna lönd sem hafa orðið verst úti vegna loftslagsbreytinga, til dæmis með þurrkum, flóðum eða uppskerubresti. Verkefnahugmyndir • 10 mínútna ritun: Hvað er heimili? • Umræður: Hvernig er hægt að taka á móti nýjum nemanda í bekkinn?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=