Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 39 • Mannréttindasáttmáli Evrópu er bindandi alþjóðasamningur, sem þýðir að aðildarríki Evrópuráðsins skuldbinda sig lagalega til að fylgja honum. Aðilar sáttmálans þurfa að fylgja ákvæðum hans og geta verið sóttir til saka fyrir Mannréttindadómstól Evrópu ef brotið er á réttindum einstaklings. • Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur árið 1989 og tók gildi árið 1990. Barnasáttmálinn einblínir sérstaklega á réttindi barna og er ítarlegri varðandi þarfir og velferð barna en Mannréttindasáttmáli Evrópu. Útskýra að mannréttindi eru ekki eitthvað sem við þurfum að vinna fyrir, heldur eitthvað sem við fáum öll sjálfkrafa frá fæðingu. Verkefnahugmyndir: • Nemendur vinna í hópum og raða fimm mannréttindum eftir því hvað þeim finnst mikilvægast – síðan ræða hóparnir saman um niðurstöðurnar og rökstyðja af hverju þeir völdu þessa röð. • Teikna eða búa til lítið veggspjald sem sýnir ein mannréttindi í myndformi, t.d. „rétturinn til menntunar“ eða „rétturinn til að hafa skoðanir og tjá þær“. Réttindi og skyldur Kennari sýnir töflu með tveimur dálkum: „Réttindi“ og „Skyldur“, og fer yfir dæmin úr textanum. Útskýra út frá daglegu lífi nemenda: t.d. hvað gerist ef skólaskylda er ekki uppfyllt eða hvernig hjálp við slys er veitt. Taka dæmi úr nærumhverfi nemenda þar sem réttindi og skyldur haldast í hendur (t.d. réttur til að vera í frímínútum – skylda til að koma vel fram). Hér er tækifæri til að tala um ábyrgð á netinu: réttur til tjáningar + skylda til að forðast haturstal og falsfréttir. Verkefnahugmyndir: • Búa til og flokka ný dæmi sem kennari les upp í dálkana „Réttindi“ eða „Skyldur“. • Búa til mynd eða skýringarmynd sem sýnir eitt réttindi og skylduna sem fylgir því. Gagnrynin hugsun Kennari sýnir mynd eða skjámynd af fyrirsögn sem er augljóslega ósönn (t.d. „Köttur kosinn forseti lands“) og ræðir hvernig við getum séð að hún er ekki sönn. Útskýrir hugtakið „gagnrýnin hugsun“ og hvernig það hjálpar okkur að meta upplýsingar áður en við tökum þær trúanlegar. Ræðir muninn á mismunandi miðlum (fréttir, samfélagsmiðlar, blogg) og hvernig þeir geta haft mismunandi áherslur eða markmið. Tekur dæmi um hvernig áhugamál geta haft áhrif á það sem við sjáum og lesum. Verkefnahugmyndir: • Stafræn borgaravitund
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=