Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 38 Hjálparsamtök • Samtök sem aðstoða fólk í neyð, t.d. með mat, fatnað eða læknishjálp. Flóttafólk • Fólk sem neyðist til að yfirgefa heimili sitt vegna stríðs, ofbeldis, hamfara eða fátæktar. Fylgdarlaus börn • Börn sem koma sem flóttafólk án þess að vera í fylgd með fullorðnum. Jafnrétti • Að öll hafi sömu tækifæri, réttindi og skyldur, óháð kyni, aldri, trú, fötlun eða uppruna. Mismunun • Ósanngjörn eða ólögmæt meðferð á fólki vegna eiginleika þess, t.d. kyns eða húðlitar. Áður en gamanið hefst Kennsluna má hefja með því að fá nemendur til að tengja efnið við eigið líf. „Hvað þýða réttindi fyrir ykkur persónulega?“ og láta þau nefna dæmi, eins og rétt til náms, leikja eða að tjá sig. Næst má ræða hvaða skyldur fylgja réttindum og útskýra hvernig frelsi eins getur takmarkast af frelsi annars – og að við berum öll ábyrgð á gjörðum okkar. Opna má á víðari umræðu með spurningunni „Er heimurinn réttlátur?“ og tengja hana við jafnrétti milli landa, kynja eða hópa. Þú getur einnig lagt fyrir nemendur spurningu um hvernig við getum vitað hvort fréttir eða upplýsingar séu sannar, og tengt það við gagnrýna hugsun og mikilvægi áreiðanlegra heimilda. Að lokum má fá nemendur til að ímynda sér samfélag þar sem mannréttindi eru ekki virt og ræða hvaða afleiðingar það hefði fyrir frið, jafnrétti og lífsgæði. Mannréttindayfirlysing Sameinudu pjódanna Kennari spyr: „Hvað haldið þið að mannréttindi séu?“ og safnar hugmyndum nemenda á töflu. Segir frá sögulegu samhengi – að yfirlýsingin var gerð eftir seinni heimsstyrjöld til að tryggja að allir hefðu ákveðin réttindi óháð kynþætti, kyni, trú, tungumáli eða uppruna. Mikilvægt er að kennari sé meðvitaður um að gera nemendum (eftir atvikum) grein fyrir muninum á: • Mannréttindayfirlýsing SÞ var samþykkt árið 1948 en er ekki bindandi lagalegur samningur heldur yfirlýsing. Hún var hugsuð sem grundvallaryfirlýsing sem skilgreinir sameiginlegar hugmyndir um mannréttindi en skuldbindur ekki ríki lagalega. ° Réttinn til lífs (1. grein) ° Réttinn til frelsis og mannhelgi (5. grein) ° Réttinn til sanngjarnrar málsmeðferðar fyrir dómstólum (6. grein) ° Réttinn til friðhelgi einkalífs, fjölskyldu og heimilis (8. grein) ° Réttinn til tjáningarfrelsis (10. grein) ° Réttinn til friðsamlegra funda og félagafrelsis (11. grein)
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=