Ég og umheimurinn - kennsluleiðbeiningar

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 37 Mannréttindi Um kaflann Í kaflanum kynnast nemendur hugtakinu mannréttindi og læra að þau eru réttindi allra frá fæðingu, óháð kyni, húðlit, trú eða uppruna. Fjallað er um Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna (1948) og helstu réttindi eins og líf, frelsi, öryggi, menntun og tjáningarfrelsi. Nemendur skoða tengsl réttinda og skyldna og að frelsi fylgi einnig ábyrgð. Lögð er áhersla á gagnrýna hugsun til að greina á milli staðreynda og rangra upplýsinga. Kaflinn sýnir bæði jákvæðar framfarir í heiminum (meira læsi, hreint vatn, minni fátækt) og áskoranir (ójöfnuð, stríð, loftslagsbreytingar). Nemendur læra líka um hlutverk hjálparsamtaka, stöðu flóttafólks og að jafnrétti þýðir að allir hafi sama tækifæri til að lifa af virðingu og öryggi. Hugtök kaflans og útskýringar Mannréttindi • Grunnréttindi sem öll manneskja hefur frá fæðingu, óháð kyni, trú, húðlit, þjóðerni eða aðstæðum. Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna • Yfirlýsing frá árinu 1948 sem kveður á um 30 grunnréttindi, m.a. rétt til lífs, frelsis, öryggis, menntunar og tjáningarfrelsis. Réttindi • Það sem þú mátt gera eða átt rétt á, t.d. að fara í skóla eða fá læknishjálp. Skyldur • Ábyrgð eða það sem þú átt að gera gagnvart öðrum og samfélaginu, t.d. að virða lög og reglur, hjálpa öðrum í neyð. Haturstal • Tjáning sem móðgar, særir eða mismunar fólki vegna hóps sem það tilheyrir, t.d. kynþætti, trú eða kynhneigð. Gagnrýnin hugsun • Hæfnin til að efast, spyrja spurninga og meta hvort upplýsingar séu sannar eða rangar. Lífsskilyrði • Aðstæður sem ráða því hversu auðvelt eða erfitt fólk á með að lifa, t.d. aðgangur að vatni, mat, húsnæði og menntun. Fátækt • Þegar fólk hefur ekki næg efni til að uppfylla grunnþarfir sínar, eins og mat, húsnæði eða heilbrigðisþjónustu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=