Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 36 Ef aðstæður bjóða upp á það er hægt að bæta við þriðju umferð en þá er ruslafatan aftur færð í miðju en sumum boðið upp á aðlögun. Til dæmis: • X fær að færa sig nær vegna hreyfihömlunar. • Y fær að nota tvo bolta vegna sjónskerðingar. • Z fær aðstoðarmann til að kasta með sér. Eftir aðra eða þriðju umferðina er leikurinn útskýrður og umræður með hópnum. Einnig er hægt að biðja nemendur að skrifa stutta ígrundun. Mikilvægt er að útskýra að jafnrétti þýðir ekki alltaf að allir fái það sama (einfaldasta dæmið er að sá lágvaxnasti þarf upphækkun til að eiga möguleika á að njóta sama útsýnis yfir girðingu og sá hávaxni). Hér er líka hægt að ræða mikilvægi viðeigandi aðlögunar. Spurningar til að stýra umræðum: • Hvernig leið nemendum þegar þeir köstuðu í hverri umferð? • Fannst nemendum þetta sanngjarn leikur? Af hverju eða af hverju ekki? • Hvað þýðir aðlögun? • Hvernig var það að horfa á aðra hafa meiri möguleika í annarri umferð? • Reglurnar voru þær sömu: allir fá eitt kast – af hverju voru samt ekki allir jafnir? • Er alltaf sanngjarnt að allir fái sama „tækifæri“? • Hver er munurinn á jöfnuði og réttlæti? • Hvernig getum við tryggt að allir hafi jöfn tækifæri til þátttöku í skólanum – líka þeir sem eru með fatlanir? • Hvernig minnir þetta nemendur á heiminn? • Geta nemendur nefnt dæmi úr daglegu lífi þar sem sumir eru í betri stöðu en aðrir? • Hvernig geta forréttindi birst í skóla, íþróttum eða samfélaginu almennt? • Hvað þýðir að fólk byrji „nær körfunni“ í lífinu? • Hvað lærðu nemendur af þessum leik?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=