Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 35 Auglysingar Kennari útskýrir hvað auglýsingar eru og hvert markmið þeirra er. Rifjar upp muninn á þörf og löngun í samhengi við auglýsingar. Tekur dæmi um auglýsingu og spyr nemendur: „Er þetta eitthvað sem við þurfum, eða eitthvað sem okkur langar í?“ Kynnir hugtakið neytandi og tengir það við hugmyndir um vistspor. Verkefnahugmyndir: • Nemendur finna og skoða eina auglýsingu (úr sjónvarpi, neti eða prentmiðli) og lýsa henni. Skrifa niður hvort varan eða þjónustan í auglýsingunni sé þörf eða löngun og rökstyðja svarið. Hvaða áhrif framleiðsla og notkun vörunnar gæti haft á umhverfið og vistsporið. Skattar Kennari útskýrir hugtakið skattur og tengir það við hugmyndina um skyldur gagnvart samfélaginu. Sýnir mynd eða töflu sem skýrir hvernig skattpeningum er varið (mennta- og menningarmál, félagsleg mál, heilbrigðismál, vegir o.fl.). Ræðir hugtakið opinberir aðilar og útskýrir að ríkið og sveitarfélög sjái um þjónustu sem allir nota. Kynnir hugtakið borgaraleg skylda og hvernig skattar tengjast því að reka samfélagið saman. Verkefnahugmyndir: • Umræðuverkefni: Er sanngjarnt að þeir sem eiga meira borgi meira í skatta? Af hverju eða af hverju ekki? MEIRA OG FLEIRA Hvað gerir fólk hamingjusamt? Kennari sýnir nemendum eftirfarandi myndskeið: Nemendur skrifa að því loknu þakkarbréf til einhvers sem þeim þykir vænt um. Ruslafötuleikurinn Kennari biður nemendur að raða sér í hring í stofunni og stillir ruslafötu upp í miðjum hringnum. Mikilvægt er að ruslafatan sé jafn langt frá öllum. Því næst skiptast nemendur á að kasta pappírsbolta í körfuna og reyna að hitta. Öll fá eitt kast. Sum munu hitta og önnur ekki. Öll fengu sama tækifæri. Kennari útskýrir hugtakið jafnrétti. Eftir eina umferð færir kennari ruslafötuna til í hringnum þannig að hún sé mjög nálægt hluta hópsins en mjög langt frá flestum. Öll kasta aftur og eins og áður munu sum hitta en líklega færri og bara þau sem eru mjög nálægt. Leikurinn er orðinn óréttlátur. Kennari útskýrir hugtakið forréttindi.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=